Lífið

Jackson Five saman á ný

The Jackson Five árið 1972. Michael er lengst til vinstri.
The Jackson Five árið 1972. Michael er lengst til vinstri. MYND/Getty
Michael Jackson ætlar að kreista út nokkra daga í frí frá lögfræðistappi á næsta ári og skella sér í tónleikaferðalag með bræðrum sínum. The Jackson Five eru að skipuleggja tónleikaferðalag, sitt fyrsta frá því 1984. Jermaine Jackson greindi frá þessu í viðtali á BBC á mánudaginn. Jermaine sagði að hann og bræður hans myndu jafnvel hefja ferðalagið á næsta ári, og að þegar væri farið að ræða staði og dagsetningar.

,,Okkur finnst við verða að koma saman einu sinni enn." sagði Jermaine. ,,Við skuldum aðdáendum okkar og almenningi það."

Hljómsveitin, sem samanstóð af bræðrunum Jackio, Tito, Jermain, Marlon, Michael og Randy, söng og dansaði gegnum áttunda áratuginn undir styrkri stjórn föðurins, Joe Jackson. Þeir hættu að spila saman árið 1984 þegar sólóferill Michaels og Janet litlusystur þeirra tók á loft. The Jackson Five lagði svo endanlega upp laupana árið 1990.

Michael átti farsælan feril en hefur síðastliðin ár aðallega fengist við úrlaust ýmissa missóðalegra lögfræðideilna. Jermaine sagði í viðtalinu að lögfræðivandræði Michaels hefðu tafið endurkomu sveitarinnar. ,,Það er mikið búið að ganga á, og erfitt að komast yfir vandræðin í kringum réttarhöldin yfir Michael." sagði Jermaine, og bætti við að bræður sínir væru nú í hljóðveri að taka upp plötu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.