Lífið

Hulk Hogan fréttir um eigin skilnað í viðtali

Draumur hverrar konu.
Draumur hverrar konu.
Linda Hogan, eiginkona Hulks Hogans til 24 ára, sótti um skilnað frá glímutröllinu þann 20. nóvember. Hulk, sem heitir réttu nafni Terry Bollea, frétti af skilnaðinum þegar blaðamaður sagði honum að eiginkonan hefði skilað inn skilnaðarpappírunum. ,,Takk fyrir upplýsingarnar!" sagði Hulk við blaðamann St. Petersburg times. ,,Konan mín er búin að vera í Kaliforníu í þrjár vikur. Andskotinn. Vá, þú gerðir mig bara kjaftstopp."

Parið hafði, eins og alsiða er hjá frægðarfólkinu, verið með sinn eigin raunveruleikaþátt þar sem þau sóttu meðal annars hjónabandsráðgjöf. Svo virtist sem hjónabandsráðgjöfin hefði skilað árangri, en mikil vandræði höfðu verið hjá fjölskyldunni undanfarna mánuði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.