Lífið

Oprah styður Barack Obama

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forsetaframbjóðandinn Barack Obama upplýsti í gær að spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey hygðist liðsinna honum í kosningabaráttunni í þremur fylkjum Bandaríkjanna í næsta mánuði. Obama sækist eftir útnefningu sem forsetaefni demókrata fyrir forsetakosningarnar sem fram fara í Bandaríkjunum á næsta ári. Oprah er einn allra vinsælasti spjallþáttastjórnandi í heiminum. Stuðningsmenn Obama telja að hún geti fangað athygli folks sem alla jafna er áhugalaust um stjórnmál og vænta því þess að stuðningur hennar muni auka fylgi Obama verulega.-





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.