Lífið

K-Fed kjörinn einn af áhrifamestu mönnum samtímans

Fyrrverandi eiginmaður Britney Spears, mistæki popparinn Kevin Federline, hefur verið kjörinn einn af áhrifamestu mönnum heims undir 45 ára aldri.

Það er Details tímaritið sem stendur fyrir valinu. Listanum er skipt niður eftir flokkum, og lendir K-Fed í sjöunda sæti á listanum yfir ,,góða pabba" ásamt Larry Birkhead, barnsföður Önnu Nicole Smith.

Kevin, sem á fjögur börn, þar af tvö með Britney, var að vonum hrærður. ,,Að vera faðir er mér allt. Það sýnir mér hve lítilvægur ég er." sagði Kevin.

Eiginmaðurinn fyrrverandi hefur reynt að hasla sér völl sem rappari, en hefur nú snúið sér að leiklist. Í viðtali í Details segist hann ánægður með stefnu mála þar, en bætti við að það væri gaman að fá að leika eitthvað annað en fávita, eða vonda gæjann.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.