Fleiri fréttir

Slaki í ríkisfjármálum kyndi undir verðbólgu

Slaki í ríkisfjármálum verður litlu minni árið 2022 en hann var í hámarki faraldursins. Ef leiðrétt er fyrir stöðu hagsveiflunnar eru ríkisfjármálin þannig að styðja svipað mikið við eftirspurn í hagkerfinu á næsta ári eins og þau gerðu árið 2020. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs Íslands um fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár.

Alvotech, Kerecis og öll hin – ekki líta fram hjá Kauphöll Íslands

Áhugaverðir tímar eru framundan á Íslandi og sérstaklega fyrir fjárfesta, bæði einstaklinga og fagfjárfesta. Ef marka má nýjustu fregnir stefna nokkur fyrirtæki á hlutabréfamarkað á næstunni, meðal annars Alvotech, Kerecis, Arctic Adventures og fleiri þegar fram líða stundir.

Svava segir Boozt ekki vera að taka af NTC

Svava Johansen, kaupmaður í NTC, segir innreið netverslunar Boozt til Íslands vissulega kröftuga, en segir þó að staðan muni ekki skýrast fyrr en að áhrifum heimsfaraldurs á hegðun og ferðalög fólks linnir. Sjálf fagnar hún allri samkeppni og segir Boozt ekki fyrstu áskorunina í sínum verslunarekstri, sem spannar áratugi í borginni.

Andrea Sigurðardóttir til Marels

Andrea Sigurðardóttir blaðamaður hjá Viðskiptablaðinu hefur tekið við starfi hjá Marel en þar mun hún sinna verkefnastjórn á samskiptasviði.

Markaðsvirði Controlant nálgast óðum 100 milljarða

Ekkert lát er á verðhækkunum á gengi óskráðra hlutabréfa íslenska hátæknifyrirtækisins Controlant, sem hefur meðal annars verið í lykilhlutverki við dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 fyrir lyfjarisann Pfizer, en markaðsvirði félagsins hefur hækkað um nærri fimmfalt á aðeins um einu ári.

Baldur úr Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins

Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins á kjörtímabilinu sem lýkur í maí, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta staðfestir Baldur í samtali við Innherja. 

Verðmetur Sjóvá 15 prósentum yfir markaðsgengi

Verðmatsgengi Sjóvár, samkvæmt greiningu Jakobsson Capital, er 43,4 krónur á hlut en það er tæplega 15 prósentum yfir markaðsgengi tryggingafélagsins. Þetta kemur fram í nýju verðmati Jakobsson Capital. 

Fossar markaðir að verða fjárfestingabanki

Íslenska verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir eru að færa út kvíarnar í starfsemi sinni og stefna nú að því að verða fjárfestingabanki. Samkvæmt heimildum Innherja skilaði félagið þannig nýlega inn umsókn til Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands þar sem óskað var eftir því að fá starfsleyfi sem fjárfestingabanki.

Seðlabankastjóri segir bönkunum að leggja peninga til hliðar

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun að það væri vel við hæfi að bankarnir myndu tafarlaust byrja að leggja peninga til hliðar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans hefðu hjálpað bönkunum að draga úr útlánatöpum.

Fjármálastöðugleikanefnd segir kerfisáhættu halda áfram að vaxa

Kerfisáhætta heldur áfram að vaxa vegna hækkandi íbúðaverðs og aukningu í skuldum heimila. Þetta kemur fram í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem segir jafnframt að staða fjármálastöðugleika sé góð þegar á heildina er litið en óvissa vegna faraldursins sé enn nokkur.

Segja tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar

Borgarstjóri segir að engin efnahagsleg óstjórn ríki í Reykjavík en oddviti Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, furðar sig á því af hverju kostnaður við rekstur Reykjavíkurborgar sé 20 prósentum hærri á íbúa en í nágrannasveitarfélögunum. Hann segir tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar.

Alvotech reiknar með 100 milljarða króna tekjum árið 2025

Áætlanir Alvotech gera ráð fyrir að tekjur fyrirtækisins nemi 800 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 105 milljarða króna, á árinu 2025. Þetta kemur fram í fjárfestakynningu sem íslenska líftæknifyrirtækið birti í dag samhliða tilkynningu um samruna við sérhæfða yfirtökufélagið Oaktree Acquisition og skráningu í bandarísku kauphöllina.

Alvotech klárar 60 milljarða fjármögnun og fer á markað í Bandaríkjunum

Alvotech hyggur á skráningu félagsins í bandarísku kauphöllina en skráningin mun fara fram með sameiningu Alvotech og sérhæfða yfirtökufélagsins (e. SPAC) Oaktree Acquisition Corp. II, sem stýrir eignum að verðmæti 156 milljörðum Bandaríkjadala. Þetta kemur fram í tilkynningu frá íslenska líftæknifyrirtækinu. 

Skyldurækni gagnvart heimamarkaðinum

Í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2012 steig Barack Obama, sem sóttist þá eftir endurkjöri, upp á svið í Virginíuríki og flutti ræðu sem átti eftir að lita kosningabaráttuna. 

Borgin fjölgaði starfsfólki um nær 20 prósent á fjórum árum

Starfsfólki hjá Reykjavíkurborg hefur fjölgað um nær 20 prósent á síðustu fjórum árum. Borgarstarfsmönnum hefur því fjölgað mun meira en borgarbúum. Þetta má lesa úr gögnum sem skrifstofa Reykjavíkurborgar tók saman að beiðni Innherja.

Strangari reglur hjá Seðlabankanum en ráðuneytinu í útboði Íslandsbanka

Engum starfsmanni Seðlabanka Íslands var heimilt að taka þátt í hlutafjárútboði Íslandsbanka en langflestum starfsmönnum fjármála- og efnahagsráðuneytisins var heimilt að kaupa bréf í útboði bankans, að því gefnu að þær byggju ekki yfir innherjaupplýsingum. Þetta kemur fram í svari stofnananna við fyrirspurnum Innherja.

Heimilt að selja hvenær sem er á opnum markaði eða í gegnum lokað útboð

Bankasýslunni, sem heldur utan um 65 prósenta eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka, er heimilt að selja hlutabréf sín í bankanum hvort heldur sem er á opnum markaði eða í gegnum lokað útboð til fagfjárfesta hvenær sem er eftir að tímabili sölubanns lýkur síðar í þessum mánuði.

Guðbjörg bætti við hlut sinn í Eik

Fjárfestingafélagið Kristinn, sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur útgerðarkonu, keypti hlutabréfa í fasteignafélaginu Eik fyrir meira en 200 milljónir króna í nóvember. Þetta má lesa út úr nýjum lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Eikar.

Gildi leggur meiri áherslu á innlend hlutabréf á næsta ári

Gildi lífeyrissjóður mun auka vægi innlendra hlutabréfa í eignasafni samtryggingardeildar sjóðsins um tvö prósent á næsta ári og minnka vægi skuldabréfa til samræmis. Þetta kom fram á sjóðfélaga- og fulltrúaráðsfundi sjóðsins sem var haldinn í lok nóvember.

Konráð ráðinn aðalhagfræðingur Stefnis

Konráð S. Guðjónsson, sem hefur verið aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands undanfarin ár, hefur verið ráðinn til sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis, dótturfélags Arion banka.

Nú þarf að greikka sporið

Það er gífurlega ánægjulegt að við stöndum eftir allt saman á sterkum grunni. Ríkissjóður hefur þurft að taka minna að láni en áður var talið þurfa til að eiga við náttúruhamfarir.

Sjá næstu 50 fréttir