Innherji

Baldur úr Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi Miðflokksins.
Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi Miðflokksins. Vísir

Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins á kjörtímabilinu sem lýkur í maí, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta staðfestir Baldur í samtali við Innherja. 

„Mitt hliðarskref í lífinu var að heillast af Sigmundi Davíð á sínum tíma. Fróðleg og skemmtileg ferð en nú er eg kominn aftur heim,“ segir Baldur.

Baldur sagði sig úr Miðflokknum um miðjan nóvember en hann sagðist hafa orðið „vitni að starfsháttum og framkomu undir merkjum Miðflokksins“ sem hann gæti með engu móti sætt sig við. 

Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem kjörinn fulltrúi Miðflokksins færir sig yfir til Sjálfstæðisflokksins. Eins og kunnugt er gekk Birgir Þórarinsson til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins eftir síðustu Alþingis kosningar. 


Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×