Innherji

Konráð ráðinn aðalhagfræðingur Stefnis

Hörður Ægisson skrifar
Konráð hefur starfað hjá Viðskiptaráði frá því í ársbyrjun 2018.
Konráð hefur starfað hjá Viðskiptaráði frá því í ársbyrjun 2018.

Konráð S. Guðjónsson, sem hefur verið aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands undanfarin ár, hefur verið ráðinn til sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis, dótturfélags Arion banka.

Þetta staðfestir Konráð í samtali við Innherja en hann mun gegna starfi aðalhagfræðings Stefnis, sem er ný staða hjá félaginu, og hefja störf snemma á næsta ári.

Konráð greindi frá því í byrjun síðasta mánaðar að hann væri að hætta hjá samtökunum en hann var fyrst ráðinn hagfræðingur Viðskiptaráðs í ársbyrjun 2018. Þá bætti hann við sig aðstoðarframkvæmdastjórastöðunni í júlí á síðasta ári.

Áður en Konráð tók til starfa hjá Viðskiptaráði var hann í þrjú ár í greiningardeild Arion banka. Þá starfaði hann um hríð sem hag­fræð­ingur á skrif­stofu for­set­a Tansan­íu, hjá Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands og var starfs­nemi hjá Þró­un­ar­sam­vinnu­stofnun Íslands í Úganda.

Kon­ráð er með meistara­gráðu í hag­fræði frá Warwick háskóla í Bretlandi og BS-­próf í hag­fræði frá Háskóla Íslands.


Tengdar fréttir

Kon­ráð yfir­gefur Við­skipta­ráð

Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, mun hætta hjá samtökunum snemma á næsta ári. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×