Innherji

Emma til liðs við lögmannsstofuna BBA//Fjeldco í London

Ritstjórn Innherja skrifar
Samtals starfa um 30 manns á skrifstofum lögmannsstofunnar í Reykjavík og London.
Samtals starfa um 30 manns á skrifstofum lögmannsstofunnar í Reykjavík og London.

Íslenska lögmannsstofan BBA//Fjeldco er að færa út kvíarnar í starfsemi sinni í London og hefur ráðið á skrifstofu félagsins þar í borg enska lögmanninn Emmu Hickman.

Emma, sem vann áður hjá lögmannsstofunni K&L Gates, LOGOS í London og JWW í Manchester, er sögð hafa yfirgripsmikla reynslu af lögfræðiráðgjöf fyrirtækja, samrunum, kaupum og sölu fyrirtækja, meðal annars sprota- og frumkvöðlafyrirtækja.

Í tilkynningu segir að með ráðningunni verði alþjóðlegt teymi BBA//Fjeldco öflugra og muni gera stofuna að skýrum fyrsta valkosti við val á ráðgjafa í verkefnum sem tengjast viðskiptum milli Íslands og Bretland, sem og öðrum alþjóðlegum verkefnum.

Auk Emmu starfa nú á skrifstofunni í London enski lögmaðurinn Claire Broomhead, sem hefur yfir 20 ára starfsreynslu, Gunnar Þór Þórarinsson, sem hefur einnig 20 ára starfsreynslu og er með bæði íslensk og ensk lögmannsréttindi, og lögmaðurinn Anna Björg Guðjónsdóttir sem hefur unnið á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 2013.

Emma Hickman er fjórði starfsmaður BBA//Fjeldco á skrifstofu félagsins í London.

Lögmannsstofurnar BBA og Fjeldsted & Blöndal sameinuðust haustið 2019 undir nafninu BBA//Fjeldco en samtals eru um 30 starfsmenn hjá félaginu. Á fyrsta heila rekstrarári stofunnar í fyrra nam hagnaðurinn tæplega 300 milljónum.

Fimm stærstu eigendur BBA//Fjelco eiga um 16,5 prósenta hlut hver. Það eru þeir Halldór Karl Halldórsson, Baldvin Björn Haraldsson, Þórir Júlíusson, Gunnar Þór og Einar Baldvin Árnason. Hlutdeild hvers í hagnaði lögmannsstofunnar nam því um 50 milljónum króna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.