Innherji

Guðbjörg bætti við hlut sinn í Eik

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Guðbjörg Matthíasdóttir. 
Guðbjörg Matthíasdóttir.  VISIR/ANTON

Fjárfestingafélagið Kristinn, sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur útgerðarkonu, keypti hlutabréfa í fasteignafélaginu Eik fyrir meira en 200 milljónir króna í nóvember. Þetta má lesa út úr nýjum lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Eikar.

Eignarhlutur Guðbjargar jókst úr 1,1 prósent upp í 1,7 prósent í mánuðinum en miðað við markaðsgengi fasteignafélagsins í nóvember, sem var í kringum tólf krónur á hlut, má ætla að Guðbjörg hafi keypt fyrir um 240 milljónir króna. Eftir kaupin er hún orðin tólfti stærsti hluthafi Eikar.

Kristinn heldur meðal annars utan um eignarhluti Guðbjargar í framleiðslu- og heildsölufyrirtækinu ÍSAM, Korputorgi og sjö öðrum fasteignafélögum. Eigið fé fjárfestingafélagsins nam 21 milljarði króna í lok síðasta árs og hagnaður ársins nam milljarði króna.


Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.