Innherji

Vilja fella niður ríkisábyrgð á lánalínum Icelandair

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Flugvélar Icelandair við Leifsstöð
Flugvélar Icelandair við Leifsstöð VÍSIR/VILHELM

Félag atvinnurekenda leggur til að heimildin til að veita Icelandair Group sjálfskuldaraábyrgð ríkissjóðs á lánum verði felld út úr fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í umsögn félagsins.

Í aðdraganda hlutafjárútboðs Icelandair haustið 2020 náðist samkomulag milli flugfélagsins og stjórnvalda um ríkisábyrgð á allt að 120 milljóna dala lánalínu, jafnvirði um 15,8 milljarða króna miðað við núverandi gengi, sem yrði veitt af Íslandsbanka og Landsbankanum. Ríkisábyrgð til tveggja ára myndi ná til yfir 90 prósenta af þessum lánum.

Skilmálar ríkisábyrgðarinnar voru þeir að eigið fé Icelandair héldist yfir 2 prósentum og þá yrði sett hámark á mánaðarlegan ádrátt á línuna að fjárhæð 20 milljónir Bandaríkjadala. Óheimilt yrði að draga á lánalínuna nema aðrir kostir væru fullreyndir.

ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri félags atvinnurekandaVÍSIR/VILHELM

Félag atvinnurekenda bendir á að flugrekstur sé í eðli sínu áhætturekstur og veiting ábyrgðarinnar feli því í sér áhættu fyrir skattgreiðendur.

„Að mati félagsins er þessi ábyrgð skattgreiðenda á láni til félagsins nú bæði óþörf og skaðleg. Hún er óþörf í fyrsta lagi vegna þess að Icelandair er byrjað að rétta úr kútnum og í öðru lagi vegna þess að til er orðið annað íslenzkt flugfélag sem heldur uppi flugsamgöngum við nágrannalönd,“ segir í umsögninni.

„Þá er hún einnig skaðleg sökum þess að til er orðin á ný innlend samkeppni í flugi til og frá landinu – sem er afar mikilvæg fyrir neytendur og atvinnulíf – því að ríkisábyrgðin veitir Icelandair óeðlilegt samkeppnisforskot á keppinaut sinn, Play Air, í formi lægri fjármagnskostnaðar.“


Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.


Tengdar fréttir

Segir Icelandair getað lifað fram á vor 2022 þótt ekkert fari í gang

Forstjóri Icelandair segir félagið geta lifað í rúmt ár til viðbótar án þess að nokkuð fari í gang og kveðst bjartsýnn á að þurfa ekki að nýta ríkisábyrgð sem Alþingi samþykkti síðastliðið haust. Fyrirtækið var rekið með 51 milljarðs króna tapi á síðastliðnu ári. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×