Fleiri fréttir

Kvika ekki tapað krónu á uppgjöri vegna framvirkra samninga
Kvika hefur ekki þurft að taka á sig neitt fjárhagslegt högg vegna uppgjörs á framvirkum samningum sem bankinn hefur gert á undanförnum árum í tengslum við verðbréfaviðskipti hjá viðskiptavinum.

Erlend verkfræðistofa gerir tilboð í EFLU
Erlend verkfræðistofa hefur sýnt áhuga á að fjárfesta í íslensku verkfræðistofunni EFLU. Þetta staðfesti Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri EFLU, í samtali við Innherja.

Fjárlögin til marks um betri stöðu en víðast hvar í heiminum
Nýtt fjármálafrumvarp varpar ljósi á það hversu vel Ísland stendur í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að efnahagsmálum. Greinendur sem Innherji ræddi við benda á að ríkissjóður hafi rúmt svigrúm til að fjármagna sig með öðrum leiðum en í gegnum peningaprentun Seðlabankans og að önnur ríki hafi þurft að grípa til stórfelldari aðgerða í ríkisfjármálum og peningamálum.

Selja Íslandsbanka að fullu á næstu tveimur árum
Eignarhlutur ríkissjóðs í Íslandsbanka verður seldur að fullu á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2022 sem lagt er fram á Alþingi í dag.

Tekjur ríkissjóðs verða 66 milljörðum umfram fyrri áætlanir
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli þessa árs og næsta árs og útlit er fyrir að tekjur ríkissjóðs verði 66 milljörðum hærri árið 2022 en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun síðastliðið vor. Heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári verða 955 milljarða króna. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2022 sem lagt er fram á Alþingi í dag.

Stoðir fjárfesta í evrópsku SPAC-félagi sem var skráð á markað í Hollandi
Fjárfestingafélagið Stoðir var á meðal evrópskra hornsteinsfjárfesta sem komu að fjármögnun á nýju sérhæfðu yfirtökufélagi (e. SPAC), undir nafninu SPEAR Investments I, sem sótti sér 175 milljónir evra, jafnvirði um 26 milljarða íslenskra króna, í hlutafjárútboði sem kláraðist fyrr í þessum mánuði. Í kjölfarið var félagið skráð í Euronext kauphöllina í Amsterdam þann 11. nóvember síðastliðinn.

Af vettvangi: Upphitun fyrir Slush í Grósku
Fyrirtækin Lucinity og Fractal 5 stóðu að samkomu í Grósku í síðustu viku til þess að hita upp fyrir nýsköpunarráðstefnuna Slush sem verður haldin í Finnlandi á næstu dögum.

Stefnir í slag kvenna um ritaraembætti Sjálfstæðisflokks
Þau tíðindi urðu við stjórnarskiptin að staða ritara í forystusveit Sjálfstæðisflokksins losnar eftir að Jón Gunnarsson tók við embætti innanríkisráðherra. Samkvæmt heimildum Innherja stefnir í æsispennandi slag milli öflugra kvenna innan flokksins um ritarann. Samkvæmt reglum Sjálfstæðisflokksins getur ritari ekki setið sem ráðherra.

Það helsta sem snertir viðskiptalífið í nýja sáttmálanum
Stjórnvöld ætla að halda áfram að selja eignarhlut sinn í Íslandsbanka, auka frelsi fólks til að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði og hvetja lífeyrissjóði til þátttöku í innviðafjárfestingum. Þetta er á meðal þess sem varðar viðskiptalífið hvað mest í nýjum stjórnarsáttmála Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri Grænna.

Þessum er treyst fyrir áherslumálum ríkisstjórnarinnar
Viðmælendur Innherja sem erum öllum hnútum kunnugir innan stjórnarflokkanna þriggja eru sammála um að í nýundirrituðum stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins fái allir flokkarnir þrír eitthvað fyrir sinn snúð.

Mál málanna
Verðbólga er mál málanna þessa dagana en eftir nokkur ár af verðstöðugleika hér á landi er hún mætt aftur með töluverðum látum. Tólf mánaða verðbólga er búin að vera í kringum 4,5% allt árið og hefur ekki verið hærri frá árinu 2013. Uppsöfnuð verðbólga frá upphafi árs 2020 er að nálgast 10%.

Vogunarsjóðir Akta skilað nærri 200 prósenta ávöxtun á einu ári
Tveir vogunarsjóðir í rekstri Akta, sem hafa fjárfestingarheimildir til að gíra skort- eða gnóttstöður sínar í skuldabréfum og hlutabréfum margfalt, hafa skilað sjóðsfélögum sínum nálægt 200 prósenta ávöxtun á undanförnum tólf mánuðum.

Það sem knýr vogunarsjóði til að ná eyrum fjöldans
Samsetning eignarhalds í skráðum félögum og réttindi hluthafa hafa áhrif á það hvernig vogunarsjóðir knýja fram breytingar í þeim félögum sem sjóðirnir fjárfesta í. Þegar eignarhaldið er dreift er vogunarsjóðir líklegri til að ráðast í eins konar markaðsherferð á opinberum vettvangi.

Dagur í lífi Áslaugar Huldu: „Töff að vera meðlimur í kraftlyftingadeild"
Áslaug Hulda Jónsdóttir er einn eigenda Pure North Recycling. Hún er bæjarfulltrúi í Garðabæ og formaður bæjarráðs, auk þess sem hún á sæti í stjórn Gildis. Áslaug Hulda fer helst lítið úr Garðabænum.

Sjálfstæðisflokkur fær flest ráðuneyti og málaflokkar færast talsvert til
Sjálfstæðisflokkur kemur til með að halda áfram um stjórnartaumana í utanríkisráðuneytinu og mun einnig stýra orku-, umhverfis- og loftslagsmálum í einu og sama ráðuneytinu. Sjálfstæðisflokkur heldur fjármálaráðuneytinu og tekur fimm ráðuneyti í heildina, auk forseta þingsins. Þau eru auk þessara þriggja, dómsmálaráðuneytið sem mun heita innanríkisráðuneytið og nýtt nýsköpunar-, vísinda- og iðnaðarráðuneyti.

Bankarnir komi hinu opinbera til bjargar
Að viðskiptabönkunum undanskildum hefur stöðugildum hins opinbera í atvinnurekstri fjölgað um 2,6 prósent frá árinu 2016.

Lítið svigrúm fyrir verðhækkanir ef Play ætlar að ná viðunandi nýtingarhlutfalli
Miðað við upphaflegar áætlanir Play virðast flugfargjöld ætla að vera lítillega lægri og nýtingarhlutfall flugsæta lægra. Þannig var meðalverð flugfargjalda um 111 Bandaríkjadalir á þriðja ársfjórðungi þegar verð flugsæta er hvað hæst en flugfélagið hafði stefnt á heldur hærra verð í áætlunum sínum þegar félagið fór af stað í sumar.

Íslensk netverslun seldi 8 þúsund bjóra á hálfum sólarhring
Deilur áfengisverslanana ÁTVR og Santé hefur staðið um nokkurt skeið og snúast aðallega um hvort þeirri seinni sé heimilt að selja Íslendingum vín í gegnum franska vefverslun, sem þó hefur lager á Íslandi. Santé auglýsti svartan föstudag á heimasíðu sinni í gær. Bjórþyrstir Íslendingar kláruðu lagerinn á hálfum sólarhring.

Fimm milljarða króna innflæði í hlutabréfasjóði og blandaða í október
Nettó innflæði í hlutabréfasjóði og blandaða sjóði nam tæplega 5 milljörðum króna í október. Ef litið er aftur til áramóta hefur nettó innflæði í sjóði af þessari gerð numið ríflega 50 milljörðum. Þetta kemur fram í nýjum tölum Seðlabanka Íslands.

Fréttabréf Santé: Fljótandi gull
Sauternes er franskt sætvín frá samnefndu svæði í Bordeaux. Barsac er nærliggjandi þorp en vín þaðan má kenna við Sauternes úr Sémillon, Sauvignon Blanc og Muscadelle þrúgum.

Þingið, borgin og Torg á topplista vikunnar
Alþingi, Reykjavíkurborg og Landspítali eru þau félög og stofnanir sem rötuðu mest í fréttir í liðinni viku.

Fórnarlömb verðbólgunnar
Þótt vaxandi verðbólga og viðsnúningur í vaxtavæntingum um heim allan eigi sér margar orsakir, er sú stærsta einfaldlega sú að viðspyrnan eftir að mestu takmörkunum vegna heimsfaraldursins var aflétt, hefur verið mun kröftugri en flestir reiknuðu með.

Áhyggjur af nýju afbrigði lita hlutabréf í Kauphöllinni
Úrvalsvísitalan lækkaði um ríflega 2 prósent þegar opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í dag. Lækkunin í Kauphöllinni er í takt við lækkanir á hlutabréfamörkuðum um allan heim en þær endurspegla áhyggjur fjárfesta af nýju afbrigði kórónuveirunnar.

Óvæntur slagur innan Samfylkingar tapaðist með einu atkvæði
Þau tíðindi urðu á fulltrúaráðsfundi Samfylkingarinnar í gærkvöldi að Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata bauð sig óvænt fram gegn sitjandi formanni fulltrúaráðsins, Herði Oddfríðarsyni.

Boozt selt Íslendingum fyrir tæpan milljarð síðan í júlí
Netrisinn Boozt hefur selt Íslendingum fyrir um 900 milljónir íslenskra króna síðan í júlí á þessu ári.

Raunhæft að loðnan skili 60 milljörðum að sögn forstjóra Síldarvinnslunnar
Gunnþór Ingvarsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, mælir með því að væntingum um verðmætin sem hægt er að ná úr loðnuvertíðinni verði stillt í hóf. Fyrirséð er að verðin sem sáust á síðustu vertíð verði ekki í boði ef mikið verður framleitt.

Fortuna Invest vikunnar: Þekkir þú Kauphöllina?
Aníta Rut Hilmarsdóttir, Rósa Kristinsdóttir og Kristín Hildur Ragnarsdóttir skipa fræðsluvettvanginn Fortuna Invest.

Verðbólga undir væntingum en myndin á eftir að skýrast
Verðbólgumæling Hagstofu Íslands var undir væntingum greinenda í fyrsta sinn síðan í nóvember í fyrra. „Í stuttu máli má þannig segja að verðbólgan sé að reynast þrálát en þó ekki eins kraftmikil og væntingar voru um,“ segir Birgir Haraldsson, sjóðstjóri hjá Akta.

HBO segist vilja koma til Íslands fái Framsókn sínu framgengt
Í bréfi sem íslenskum stjórnvöldum barst í síðasta mánuði lýsir sjónvarpsstöðin og streymisveitan HBO yfir áhuga á því að taka upp heilu verkefnin á Íslandi. Til að svo verði, þarf hins vegar að verða af kosningaloforðum Framsóknarflokksins um að hækka hlutfall endurgreiðslu á sjónvarps- og kvikmyndaverkefni sem tekin eru á Íslandi. Framsóknarmenn ætla að halda málinu til streitu við gerð stjórnarsáttmála, en fjármálaráðherra hefur sagt hugmyndina óraunhæfa.

Af háum hesti: Ekki nóg að vera gömul hetja
Nú er búið að reka Ole Gunnar Solskjær frá Man United eftir rúmlega ár í starfi. Hann náði ekki árangri með liðið þrátt fyrir mestu peningana og dýrustu leikmennina.

Stærsti hluthafinn selur um þriðjung bréfa sinna í Kviku banka
Fjárfestingafélagið Stoðir, sem hefur verið stærsti hluthafi Kviku frá því undir lok síðasta árs, hefur á innan við tveimur vikum minnkað hlut sinn í bankanum um næstum þriðjung.

Risastór gullæð gæti leynst á leitarsvæði Íslendinga á Grænlandi
Niðurstöður rannsókna AEX Gold, sem sérhæfir sig í gullgreftri á Suður-Grænlandi og er að töluverðu leyti í eigu Íslendinga, benda til þess að á einu svæði sem fyrirtækið hefur leyfi til að starfa á megi finna nokkrar milljónir únsa af gulli. Það er mun meira magn en almennt má búast við þegar leitað er eftir gulli.

Heildstæð nálgun í kjaraviðræðum óskast
Það líður að kjarasamningagerð og samtalið um forsendur komandi samninga er hafið með aðsendum greinum og yfirlýsingum hagsmunaðila.

Samkeppniseftirlitið skoðaði tengsl erlendu innviðafjárfestanna
Athugun Samkeppniseftirlitsins á samstarfi Digital Bridge, kaupanda á tilteknum fjarskiptainnviðum Sýnar og Nova, við franska sjóðastýringarfélagið Ardian, sem hefur náð samkomulagi um kaup á Mílu, leiddi í ljós að hagsmunatengsl erlendu innviðafjárfestanna væru hverfandi lítil.

Möguleg ábyrgð dótturfélags á samkeppnislagabrotum móðurfélags
Í réttarframkvæmd hefur almennt verið gengið út frá því að náin tengsl á milli tveggja eða fleiri lögaðila geti leitt til þess að litið verður á þá sem eitt og sama fyrirtækið í skilningi samkeppnislaga enda sé hugtakið fyrirtæki af efnahagslegum toga en ekki lagalegu. Slík tengsl geta meðal annars verið á milli móður- og dótturfélaga sem hefur þá í för með sér að þau verða talin mynda eina efnahagslega einingu.

Lífeyrissjóðir ætla ekki að gefa neinn afslátt til að fylla græna kvótann
Stjórnendur hjá lífeyrissjóðunum Gildi og Stapa segja að ekki verði slakað á neinum kröfum sem sjóðirnir gera til fjárfestingakosta til þess að fylla upp í kvóta fyrir grænar fjárfestingar. Útlit er fyrir að meirihluti grænna fjárfestinga lífeyrissjóða verði í gegnum erlenda sjóði enda felst áhætta í því að mikið fjármagn elti takmarkaðan fjölda grænna fjárfestinga á Íslandi.

Ójafnvægið í þróun byggingarvísitölu og fasteignaverðs ekki verið meira frá bankahruni
Ójafnvægið í þróun annars vegar byggingarvísitölu og hins vegar þróun fasteignaverðs hefur ekki verið meira en nú á tímum kórónuveirufaraldursins frá því rétt fyrir fall bankanna árið 2008. Frá aldamótum nemur hækkun fasteignaverðs umfram byggingarkostnað nálægt áttatíu prósentum.

Fjárfestingafélag í sjávarútvegi á leið í Kauphöllina
Félagið Bluevest Capital Partners, sem var stofnað af Kviku banka og bresku viðskiptafélögunum Mark Holyoke, stærsta hluthafi Iceland Seafood og stjórnarmanns 2010 til 2019, og Lee Camfield, fyrrverandi framkvæmdastjóra rekstrar hjá Iceland Seafood, setur nú stefnuna á skráningu á First North hlutabréfamarkaðinn í Kauphöllina í byrjun næsta árs.

Endurskipulagning á fjárhag Vaðlaheiðarganga dregst á langinn
Meira en einu og hálfu ári eftir að viðræður hófust um fjárhagslega endurskipulagningu Vaðlaheiðarganga er málið enn í vinnslu. Ríkissjóður hefur frestað innheimtuaðgerðum vegna gjaldfallinna lánssamninga fram yfir áramót.

Breyttur veruleiki sveitarfélaga
Skilvirk stjórnsýsla og hófleg skattheimta eru meðal stærstu hagsmunamála atvinnulífsins og þar með almennings. Skattlagning og opinber þjónusta er að stórum hluta í höndum sveitarfélaga og það er í þágu skattgreiðenda, sem og notenda þjónustu þeirra, að staðið sé að rekstri þeirra á skilvirkan og hagkvæman hátt.

Björgólfur Thor á von á 50 milljörðum fyrir hlut sinn í ítölsku fjarskiptafélagi
Alþjóðlega fjárfestingafélagið KKR hefur gert yfirtökutilboð í Telecom Italia, stærsta fjarskiptafélag Ítalíu. Ef yfirtakan verður samþykkt af hluthöfum og ítölskum stjórnvöldum verður hún ein stærsta framtaksfjárfesting evrópskrar viðskiptasögu en Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, er í hópi stærstu hluthafa fjarskiptarisans með tæplega 3 prósenta hlut.

Hægt hefur á vexti peningamagns
Hægt hefur á vexti peningamagns það sem af er ári eftir kraftmikinn vöxt á seinni hluta síðasta árs. Þetta kom fram í nóvemberhefti Peningamála, sem er gefið út af Seðlabankanum.

Úlfar tekur við stjórnarformennsku í Bláa lóninu
Úlfar Steindórsson, forstjóri og eigandi Toyota á Íslandi, hefur tekið við sem stjórnarformaður Bláa lónsins eftir að hafa áður verið varamaður í stjórn ferðaþjónustufyrirtækisins.

Ásókn í breytilega vexti hefur ekki verið minni síðan í byrjun árs 2019
Í október voru 85 prósent nýrra íbúðalána til heimila með föstum vöxtum en einungis 15 prósent með breytilegum vöxtum. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands um útlán í bankakerfinu. Veiting íbúðalána með breytilegum vöxtum hefur ekki verið minni frá því í janúar 2019.

Sjálfbærni og hámörkun hagnaðar
Almennt er litið svo á að hagsmunir hluthafa eigi að vera í forgangi við rekstur félaga og samkvæmt íslenskum lögum ber stjórn félags að tryggja þessa hagsmuni sem best. Önnur sjónarmið kunna að koma við sögu, svo sem jafnréttis- og umhverfissjónarmið, en hafa oft á tíðum þurft að lúta í lægra haldi fyrir markmiðinu um hámörkun hagnaðar hluthafa.