Innherji

Erlend verkfræðistofa gerir tilboð í EFLU

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
EFLA varð til í október 2008 við sameiningu fjögurra verkfræðistofa.
EFLA varð til í október 2008 við sameiningu fjögurra verkfræðistofa. Ljósmynd/EFLA

Erlend verkfræðistofa hefur sýnt áhuga á að fjárfesta í íslensku verkfræðistofunni EFLU. Þetta staðfesti Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri EFLU, í samtali við Innherja. 

„Erlendur aðili, sem er í sama geira og EFLA, hefur sýnt áhuga á að fjárfesta í EFLU," sagði Sæmundur en hann kvaðst ekki geta greint nánar frá tilboðinu eða því hver tilboðsgjafinn væri. 

Hluthafar EFLU, sem voru 124 í lok síðasta árs og hver með innan við 5 prósenta hlut, hafa nú þegar gefið grænt ljós á að tilboðið verði skoðað nánar. 

Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri EFLU.

EFLA varð til í október 2008 við sameiningu fjögurra verkfræðistofa. Síðan þá hefur fyrirtækið tvöfaldast að stærð, bæði hvað varðar fjölda starfsmanna, sem eru í kringum 400 talsins, og umfang rekstrar.

Meginstarfsemin er á Íslandi en auk þess starfrækir EFLA dóttur- og hlutdeildarfélög í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Þýskalandi, Póllandi, Skotlandi og Tyrklandi. 

Tekjur verkfræðistofunnar á síðasta ári námu 6,7 milljörðum króna samanborið við tæplega 7,1 milljarð árið 2019. Hins vegar jókst hagnaður úr 205 milljónum upp í 275 milljónir á milli ára.


Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×