Innherji

Íslensk netverslun seldi 8 þúsund bjóra á hálfum sólarhring

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Arnar Sigurðsson er vínkaupmaður í Sante.
Arnar Sigurðsson er vínkaupmaður í Sante.

Deilur áfengisverslanana ÁTVR og Santé hefur staðið um nokkurt skeið og snúast aðallega um hvort þeirri seinni sé heimilt að selja Íslendingum vín í gegnum franska vefverslun, sem þó hefur lager á Íslandi. Santé auglýsti svartan föstudag á heimasíðu sinni í gær. Bjórþyrstir Íslendingar kláruðu lagerinn á hálfum sólarhring. 

„Við sendum út fréttabréf í gærkvöldi og það var eins og menn biðu við tölvuna. Heimasíðan hrundi vegna ásóknarinnar,” segir Arnar Sigurðsson, annar eigenda Santé í samtali við Innherja. Santé auglýsti svartan föstudag, eins og fjölmargar íslenskar verslanir á heimasíðu sinni í gær. Um var að ræða gott tilboð á Kronenbourg og Amstel Light. Um 8 þúsund bjórar fóru af lagernum á tólf klukkustundum. Arnar á og rekur netverslunina Santé.

Bjórþyrstir Íslendingar létu tilboð Arnars á ódýrum bjór ekki framhjá sér fara.

Stríðið um vínið

Það vakti nokkra athygli fyrr á þessu ári þegar Sante hóf að selja vín á vefsíðu sinni og bjóða upp á skjóta heimsendingu til Íslendinga. ÁTVR gaf út skömmu síðar að unnið væri að því að fá lögbann á starfsemina þar sem um væri að ræða brot á einkaleyfi ÁTVR til að selja og afhenda áfengi í smásölu.

Arnar hefur alla tíð haldið því fram að fyrirkomulag vefverslunarinnar rúmist innan ramma laganna þar sem viðskiptavinir eigi í viðskiptum við franska fyrirtækið sem hann á og rekur, þótt lagerinn sé á Íslandi og afhending fari þar einnig fram. Einstaklingum er almennt heimilt að kaupa áfengi í erlendum vefverslunum og fá það sent heim til Íslands, en forsvarsmenn ÁTVR telja að rekstur Sante brjóti gegn lögum.

Netverslun með áfengi sé heimil hér á landi þvert á rök ÁTVR

Nú hefur starfsemi þín verið gagnrýnd af ÁTVR sem segir þig brjóta lög með því að selja vín á netinu til Íslendinga. Skýtur ekki nokkuð skökku við hversu mikil ásóknin er ef fólk telur sig vísvitandi vera að brjóta lög með því einu að versla við þig?

„Áfengi er lögleg neysluvara og auðvitað brýtur fólk engin lög sem náð hefur áfengiskaupaaldri með því að versla annarstaðar en í einokunarverslunum ÁTVR. Netverslunin er einfaldlega erlend þó afgreiðslan eigi sér stað hér á landi og allir nema ÁTVR vita að erlend netverslun með áfengi er heimil hér á landi."

Arnar bendir auk þess á að sóttvarnaryfirvöld mæli með netverslun eins og kostur er um þessar mundir. „Þess fyrir utan minnum við á að eftir sem áður er verð á sömu vörum eða staðgengisvörum mun hagstæðara í okkar netverslun heldur en í einokunarverslununum," segir Arnar og bætir við að tímabundið tilboð Santé á svörtum föstudegi breyti þar engu um. 


Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.


Tengdar fréttir

Já, þetta er forgangsmál

Ástandið undanfarna mánuði hefur snert okkur öll á einhvern hátt. Sumir hafa veikst, aðrir misst af stórum tímamótum og hjá enn öðrum er vinnan og lífsviðurværið undir.

Fram­sóknar­menn „hafi séð ljósið“ og hljóti nú að styðja frum­varp sitt um brugg­hús

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hljóta að líta á frumvarp þriggja þingmanna Framsóknarmanna um breytingar á áfengislögum, sem stuðning við sitt eigið frumvarp sama efnis. Áslaug segir sitt frumvarp ítrekað hafa mætt mótstöðu og gerðir við það fyrirvarar í ríkisstjórn og í þingflokkum samstarfsflokkanna og því skjóti skökku við að þingmenn Framsóknarflokksins, þeir sömu og sett hafi fyrirvara við hennar mál, leggi nú fram sambærilegt frumvarp í eigin nafni.

Hefur ekki keypt á­fengi af net­verslun og skoðar hvort starf­semin standist lög

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir til skoðunar hjá ráðuneyti sínu hvort áfengissala netverslana sem skráðar eru erlendis en starfi að miklu leyti til hér á landi stangist á við lög. Félag atvinnurekanda hefur kallað eftir svörum um málið þar sem fjöldi fyrirtækja hefur áhuga á að hefja slíka sölu. Sjálf hefur Áslaug ekki keypt áfengi af slíkri netverslun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×