Fleiri fréttir

Útlitið mjög svart hjá Lakers mönnum eftir enn eitt tapið

Los Angeles Lakers er í enn verri málum í NBA-deildinni í körfubolta eftir úrslitin í nótt. Tap hjá Lakers-liðinu og sigur hjá San Antonio Spurs þýðir að gömlu stjörnurnar í Lakers þurfa nú á kraftaverki að halda í síðustu fjórum leikjunum ætli liðið að komast í umspilið fyrir úrslitakeppnina.

Coach K tapaði sínum síðasta leik

Undanúrslit í háskóla körfuboltanum í Bandaríkjunum, NCAA, fóru fram í New Orleans í nótt. Allra augu beindust að nágranaslaginum, viðureign North Carolina Tar Heels og Duke Blue Devils. North Carolina Tar Heels vann leikinn 81-77 í síðasta leik þjálfara Duke, Mike Krzyzewski.

Stigamet Durant dugði ekki til gegn Hawks

Það voru fimm leikir í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Kevin Durant setti nýtt persónulegt stigamet sem var þó ekki nóg þegar Brooklyn Nets tapaði gegn Atlanta Hawks.

ÍR hafði betur gegn KR í oddaleik

Það verður ÍR sem leikur til úrslita um sæti í Subway-deild kvenna eftir 19 stiga sigur gegn KR í oddaleik í kvöld, 84-65.

Enn eitt tap Tryggva og félaga

Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza máttu þola enn eitt tapið í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í kvöld. Liðið tók á móti Joventut Badalona, en lokatölur urðu 77-63, gestunum í vil.

Höttur og Sindri komin í 1-0

Höttur og Sindri fögnuðu sigri á heimavelli þegar úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta hófst með tveimur spennandi leikjum í kvöld.

LeBron segist frá út tímabilið: Aprílgabb?

LeBron James, helsta stjarna Los Angeles Lakers, sendi frá sér tíst í dag. Þar stóð að hann væri meiddur út tímabilið. Hvort um sé að ræða mislukkað 1. apríl gabb er ekki víst en svo er almennt talið.

Svona líta átta liða úrslit Subway-deildarinnar út

Lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta fór fram í kvöld þegar heil umferð var spiluð á sama tíma. Njarðvíkingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn og Keflvíkingar misstu af heimaleikjarétti.

Umfjöllun og viðtöl: Njarð­vík – Kefla­vík 98-93| Njarðvík deildarmeistari og Keflavík missti heimavallarréttinn

Njarðvík er deildarmeistari eftir fimm stiga sigur á Keflavík í 22. umferð Subway-deildar karla. Önnur úrslit voru Keflavík óhagstæð sem þýddi að Keflavík missti heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Hörður Axel Vilhjálmsson gat þó glaðst yfir því að hann bætti met Justin Shouse og er Hörður orðinn stoðsendingahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildar karla.

Baldur Þór: Þurfum alla á dekk

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var ánægður með sigur sinna manna gegn föllnum Þórsurum frá Akureyri í kvöld.

Lárus: Þurfum að horfa á stóru myndina

Lárus Jónsson sagði lítið að marka úrslitin í leiknum gegn Grindavík í kvöld enda heimaliðið án tveggja sterkra leikmmanna. Hann sagði Þórsara ekki geta verið alltof ósátta þó deildarmeistaratitillinn hafi runnið úr þeirra greipum.

KR-ingar knýja fram oddaleik

Það verður oddaleikur í undanúrslitum úrslitakeppni fyrstu deildar kvenna, á milli ÍR og KR eftir að KR-ingar gerðu sér lítið fyrir og unnu annan leikinn í röð gegn ÍR. KR vann viðureign liðanna í Vesturbænum í kvöld, 86-79.

Varði sigurinn með tilþrifum

Gríska goðið Giannis Antetokounmpo fór á kostum í toppslag austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann varði með tilþrifum skot þegar innan við tvær sekúndur voru eftir og tryggði Milwaukee Bucks 118-116 útisigur gegn Philadelphia 76ers.

Jón Axel og félagar búnir að tapa fjórum í röð

Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Crailsheim Merlins hafa nú tapað fjórum leikjum í röð í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta eftir að liðið mátti þola tíu stiga ósigur gegn Bamberg í kvöld, 91-81.

Sjá næstu 50 fréttir