Körfubolti

Coach K tapaði sínum síðasta leik

Atli Arason skrifar
Mike Krzyzewski eða Coach K.
Mike Krzyzewski eða Coach K. Getty Images

Undanúrslit í háskóla körfuboltanum í Bandaríkjunum, NCAA, fóru fram í New Orleans í nótt. Allra augu beindust að nágranaslaginum, viðureign North Carolina Tar Heels og Duke Blue Devils. North Carolina Tar Heels vann leikinn 81-77 í síðasta leik þjálfara Duke, Mike Krzyzewski.

Bæði lið eru staðsett í North Carolina fylki sem kryddaði viðureignina enn þá meira og óhætt að segja að fáir íbúar í fylkinu hafi misst af leiknum, sem stóð undir öllum vætingum. Tar Heels mun svo mæta Kansas Jayhawks í úrslitum. Jayhawsk sló Villanova Wildcats út í hinum undanúrslitaleiknum, 81-65. Það ætlaði allt um koll að keyra á heimavelli Tar Heels i North Carolina, Smith Center, þegar sigur Tar Heels á Duke var staðfestur.

Mike Krzyzewski, hinn goðsagnakenndi þjálfari Duke, hafði áður gefið það út að þetta tímabil yrði hans síðasta í körfubolta. Krzyzewski eða Coach K, var búinn að stýra körfuboltaliði Duke síðustu 42 ár, eða frá árinu 1980. Alls hafa 208 leikmenn sem hafa spilað undir Krzyzewski endað í NBA deildinni til dagsins í dag.

Fyrrum leikmenn Krzyzewski sem spila í dag í NBA deildinni hafa keppst um að mæra fyrrum þjálfara sinn í kjölfar þess að hann sest nú í helgan stein.  

„Hann er kröfuharður. Það snýst allt um að sigra hjá honum. Ef þú sigrar fyrir hann þá mun hann færa fjöll fyrir þig. Besti þjálfari í sögu körfuboltans að mínu mati,“ sagði Seth Curry um Krzyzewski

„Goðsögn, sá besti í leiknum en miklu meira en bara þjálfari," sagði Kyrie Irving um Krzyzewski.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×