Lovísa Hennings: Ég bíð eftir því að fá fleiri lið í efstu deild Atli Arason skrifar 31. mars 2022 07:00 Lovísa Björt Henningsdóttir fagnar bikarmeistaratitli með liðsfélögum sínum í Haukum. Vísir/Bára Dröfn Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka, var til tals í hlaðvarpsþáttinum Undir Körfunni sem birtist núna í morgun. Þar ræðir Lovísa meðal annars þá hugmynd að fjölga liðum í Subway-deild kvenna. „Bara vinsamlegast sem fyrst, helst bara strax á næsta ári. Deildin hefur aldrei verið eins jöfn og ég hef aldrei skemmt mér eins mikið að spila í þessari deild. Þetta er einmitt ekki bara topp 2 eða 3 liðin og rest, það geta allir unnið alla núna,“ sagði Lovísa Björt. Njarðvíkingar eru nýliðar í deildinni í ár og komust upp þrátt fyrir að tapa í úrslitaleiknum gegn Grindavík í umspili um laust sæti í efstu deild á síðasta tímabili. Njarðvík gerði sér lítið fyrir og vann sér þátttökurétt í úrslitakeppni efstu deildar í ár. Fjölnir var nýliði í efstu deild á síðasta ári en Grafarvogsstúlkur eru í dag nýkrýndir deildarmeistarar efstu deildar. Þessi dæmi sýna sennilega svart á hvítu að munurinn á milli efstu tveggja deilda er kannski ekki svo mikill, eins lengi og metnaður og vilji er til staðar. „Ég bíð eftir því að fá fleiri lið í deildina. Við vorum með átta í upphafi en urðu svo sjö þegar eitt liðið dróg sig úr keppni og það er bara alltof lítið. Þetta er kannski bara draumur hjá mér en ég vil eiginlega að núna strax á næsta ári komi bara auka lið upp.“ Skallagrímur dróg lið sitt úr keppni á miðju tímabili eftir erfiða byrjun hjá liðinu. Það þótti nokkuð ljóst snemma að Borgnesingar myndu vera í harðri fallbaráttu við önnur lið sem höfðu fjárfest mikið í sínum leikmannahópum. Eftir stóðu sjö lið og ekkert þeirra er að fara að falla úr deildinni í ár. „Skallagrímur hefði kannski hugsað sig tvisvar um ef það hefði verið eitthvað annað lið þarna í baráttunni með þeim en þetta leit ekki vel út fyrir þær í byrjun tímabils þar sem það vantaði marga leikmenn í liðið,“ svaraði Lovísa aðspurð af því hvort raunir Skallagríms gætu verið öðruvísi ef fleiri lið væru með þátttökurétt í efstu deild. Með fleiri liðum fá fleiri leikmenn leiki og reynslu af því að spila við þær bestu í efstu deild. Í Subway-deild kvenna eiga að vera 8 lið og fjórar umferðir leiknar. Í Subway-deild karla eru 12 lið og tvær umferðir leiknar. Það er hægt að fara í allskonar vangaveltur um það hvernig hægt væri að hafa sama leikjafjölda en þó með fleiri liðum. „Það væri til dæmis hægt að hafa níu eða tíu lið í deildinni og þrjár umferðir,“ sagði Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka, bjartsýn fyrir framtíðinni. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild með því að smella hér. Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar Sjá meira
„Bara vinsamlegast sem fyrst, helst bara strax á næsta ári. Deildin hefur aldrei verið eins jöfn og ég hef aldrei skemmt mér eins mikið að spila í þessari deild. Þetta er einmitt ekki bara topp 2 eða 3 liðin og rest, það geta allir unnið alla núna,“ sagði Lovísa Björt. Njarðvíkingar eru nýliðar í deildinni í ár og komust upp þrátt fyrir að tapa í úrslitaleiknum gegn Grindavík í umspili um laust sæti í efstu deild á síðasta tímabili. Njarðvík gerði sér lítið fyrir og vann sér þátttökurétt í úrslitakeppni efstu deildar í ár. Fjölnir var nýliði í efstu deild á síðasta ári en Grafarvogsstúlkur eru í dag nýkrýndir deildarmeistarar efstu deildar. Þessi dæmi sýna sennilega svart á hvítu að munurinn á milli efstu tveggja deilda er kannski ekki svo mikill, eins lengi og metnaður og vilji er til staðar. „Ég bíð eftir því að fá fleiri lið í deildina. Við vorum með átta í upphafi en urðu svo sjö þegar eitt liðið dróg sig úr keppni og það er bara alltof lítið. Þetta er kannski bara draumur hjá mér en ég vil eiginlega að núna strax á næsta ári komi bara auka lið upp.“ Skallagrímur dróg lið sitt úr keppni á miðju tímabili eftir erfiða byrjun hjá liðinu. Það þótti nokkuð ljóst snemma að Borgnesingar myndu vera í harðri fallbaráttu við önnur lið sem höfðu fjárfest mikið í sínum leikmannahópum. Eftir stóðu sjö lið og ekkert þeirra er að fara að falla úr deildinni í ár. „Skallagrímur hefði kannski hugsað sig tvisvar um ef það hefði verið eitthvað annað lið þarna í baráttunni með þeim en þetta leit ekki vel út fyrir þær í byrjun tímabils þar sem það vantaði marga leikmenn í liðið,“ svaraði Lovísa aðspurð af því hvort raunir Skallagríms gætu verið öðruvísi ef fleiri lið væru með þátttökurétt í efstu deild. Með fleiri liðum fá fleiri leikmenn leiki og reynslu af því að spila við þær bestu í efstu deild. Í Subway-deild kvenna eiga að vera 8 lið og fjórar umferðir leiknar. Í Subway-deild karla eru 12 lið og tvær umferðir leiknar. Það er hægt að fara í allskonar vangaveltur um það hvernig hægt væri að hafa sama leikjafjölda en þó með fleiri liðum. „Það væri til dæmis hægt að hafa níu eða tíu lið í deildinni og þrjár umferðir,“ sagði Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka, bjartsýn fyrir framtíðinni. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild með því að smella hér.
Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar Sjá meira