Finnur Freyr: Við erum mjög stoltir af þessum árangri Árni Jóhannsson skrifar 31. mars 2022 21:30 Finnur Freyr þjálfari Vals var mjög ánægður með sigur sinna manna og stöðuna í deildinni. Bára Dröfn Kristinsdóttir Finnur Freyr var ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld og var stoltur af árangri liðsins þennan vetur. Valur lagði KR 54-72 á Meistaravöllum í lokaumferð Subway deildar karla. Finnur Freyr var ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld og var stoltur af árangri liðsins þennan vetur. Valur lagði KR 54-72 á Meistaravöllum í lokaumferð Subway deildar karla. Finnur Freyr þjálfari var spurður að því hvað það hafi verið sem skóp sigur Valsmanna og þá sérstaklega í seinni hálfleik. „Spilaði vörn held ég. Þetta varð aðeins auðveldara þegar Brynjar meiðist, ég vil nota tækiðfærið og senda honum batakveðjur, manni er illa við höfuðhöggin og vonandi er þetta ekki alvarlegt. Þetta var aðeins auðveldara þegar hann er farinn út af vellinum. Það var helst varnarleikurinn sem ég var ánægður með. Það voru helst hraðar sóknir sem voru að gera út af við okkur og Þorri og Veigar gerðu mjög vel, eins og þeir hafa gert í allan vetur, en það var varnarleikurinn fyrst og fremst.“ KR gerði vel í að stöðva sóknaraðgerðir Valsmanna í fyrri hálfleik og var Finnur spurður út í hvaða breytingar hann hafi gert í seinni hálfleik. „Mér fannst við vera allt of mikið út um allt og við fundum engan takt í sóknarleiknum okkar. Svo höfum við verið að skjóta boltanum vel undanfarið en fyrir utan Callum þá skutum við illa í dag. Það tvennt spilaði inn í en KR gerði jú vel í varnarleiknum í fyrri hálfleik.“ Valur náði þriðja sæti deildarinnar og var Finnur, að sjálfsögðu, mjög ánægður með það. „Það eru núna tvö ár í röð sem við náum að enda deildina í topp fjórum og það er stefna hjá félaginu að festa sig í sessi sem eitt af þessum efstu sex félögum í körfuboltanum. Kvennalið Vals hefur verið frábært undanfarin ár og nú erum við að reyna að gera slíkt hið sama karlamegin. Þannig að við erum bara mjög stoltir af þeim árangri og þá sérstaklega út af því að við höfum farið upp og niður í þessu Covid ástandi í janúar sem við lentum í. Við komum mjög illa út úr þeim leikjum og það að hafa endað í þriðja sæti í þessari deild er eitthvað sem við getum verið stoltir af.“ Finnur var þá spurður að því hvaða áherslurnar væru á æfingunum fyrir úrslitakeppnina. „Það er bara andstæðingurinn. Nú, eins og alltaf, þá þurfum við að finna leiðir til að vinna andstæðinginn. Það er þessi tími ársins þar sem næsti leikur er risastór. Við hvílum okkur í kvöld og ég og Pavel byrjum að horfa á myndbönd á morgun. Á laugardaginn verðum við vonandi komnir með plan til að undirbúa okkur sem best fyrir leikina sem eru framundan.“ Að lokum var Finnur spurður hvort hann væri ánægður með andann og holninguna á liðinu sínu. „Andinn er búinn að vera mjög flottur og ég er mjög ánægður með það hvernig hópurinn er að koma saman. Holningin í dag, ég hef séð hana betri, ég held að hluti af þessu er að menn vita að úrslitakeppnin er handan við hornið. Menn eru ekki tilbúnir að fara þessi auka 2-3 prósent sem að kannski breytir málunum og það sem koma skal í úrslitakeppninni.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Valur 54-72 | KR náði í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap Valur vann mjög góðan sigur á grönnum sínum í KR fyrr í kvöld 54-72 í lokaumferð Subway deildar karla. Valur skellti í lás í vörn sinni og sigldi heim góðum sigri sem færði þá upp í þriðja sæti deildarinnar. KR getur talist heppið en flautukarfa sem tryggði Stjörnunni sigur á Breiðablik tryggði KR sæti í úrslitakeppninni. 31. mars 2022 20:42 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Sjá meira
Finnur Freyr var ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld og var stoltur af árangri liðsins þennan vetur. Valur lagði KR 54-72 á Meistaravöllum í lokaumferð Subway deildar karla. Finnur Freyr þjálfari var spurður að því hvað það hafi verið sem skóp sigur Valsmanna og þá sérstaklega í seinni hálfleik. „Spilaði vörn held ég. Þetta varð aðeins auðveldara þegar Brynjar meiðist, ég vil nota tækiðfærið og senda honum batakveðjur, manni er illa við höfuðhöggin og vonandi er þetta ekki alvarlegt. Þetta var aðeins auðveldara þegar hann er farinn út af vellinum. Það var helst varnarleikurinn sem ég var ánægður með. Það voru helst hraðar sóknir sem voru að gera út af við okkur og Þorri og Veigar gerðu mjög vel, eins og þeir hafa gert í allan vetur, en það var varnarleikurinn fyrst og fremst.“ KR gerði vel í að stöðva sóknaraðgerðir Valsmanna í fyrri hálfleik og var Finnur spurður út í hvaða breytingar hann hafi gert í seinni hálfleik. „Mér fannst við vera allt of mikið út um allt og við fundum engan takt í sóknarleiknum okkar. Svo höfum við verið að skjóta boltanum vel undanfarið en fyrir utan Callum þá skutum við illa í dag. Það tvennt spilaði inn í en KR gerði jú vel í varnarleiknum í fyrri hálfleik.“ Valur náði þriðja sæti deildarinnar og var Finnur, að sjálfsögðu, mjög ánægður með það. „Það eru núna tvö ár í röð sem við náum að enda deildina í topp fjórum og það er stefna hjá félaginu að festa sig í sessi sem eitt af þessum efstu sex félögum í körfuboltanum. Kvennalið Vals hefur verið frábært undanfarin ár og nú erum við að reyna að gera slíkt hið sama karlamegin. Þannig að við erum bara mjög stoltir af þeim árangri og þá sérstaklega út af því að við höfum farið upp og niður í þessu Covid ástandi í janúar sem við lentum í. Við komum mjög illa út úr þeim leikjum og það að hafa endað í þriðja sæti í þessari deild er eitthvað sem við getum verið stoltir af.“ Finnur var þá spurður að því hvaða áherslurnar væru á æfingunum fyrir úrslitakeppnina. „Það er bara andstæðingurinn. Nú, eins og alltaf, þá þurfum við að finna leiðir til að vinna andstæðinginn. Það er þessi tími ársins þar sem næsti leikur er risastór. Við hvílum okkur í kvöld og ég og Pavel byrjum að horfa á myndbönd á morgun. Á laugardaginn verðum við vonandi komnir með plan til að undirbúa okkur sem best fyrir leikina sem eru framundan.“ Að lokum var Finnur spurður hvort hann væri ánægður með andann og holninguna á liðinu sínu. „Andinn er búinn að vera mjög flottur og ég er mjög ánægður með það hvernig hópurinn er að koma saman. Holningin í dag, ég hef séð hana betri, ég held að hluti af þessu er að menn vita að úrslitakeppnin er handan við hornið. Menn eru ekki tilbúnir að fara þessi auka 2-3 prósent sem að kannski breytir málunum og það sem koma skal í úrslitakeppninni.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Valur 54-72 | KR náði í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap Valur vann mjög góðan sigur á grönnum sínum í KR fyrr í kvöld 54-72 í lokaumferð Subway deildar karla. Valur skellti í lás í vörn sinni og sigldi heim góðum sigri sem færði þá upp í þriðja sæti deildarinnar. KR getur talist heppið en flautukarfa sem tryggði Stjörnunni sigur á Breiðablik tryggði KR sæti í úrslitakeppninni. 31. mars 2022 20:42 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Sjá meira
Leik lokið: KR – Valur 54-72 | KR náði í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap Valur vann mjög góðan sigur á grönnum sínum í KR fyrr í kvöld 54-72 í lokaumferð Subway deildar karla. Valur skellti í lás í vörn sinni og sigldi heim góðum sigri sem færði þá upp í þriðja sæti deildarinnar. KR getur talist heppið en flautukarfa sem tryggði Stjörnunni sigur á Breiðablik tryggði KR sæti í úrslitakeppninni. 31. mars 2022 20:42