Körfubolti

Ármann á leið í úrslitaeinvígi um sæti í efstu deild

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ármann varð deildarmeistari á dögunum og liðið er nú komið í úrslitaeinvígi um sæti í efstu deild.
Ármann varð deildarmeistari á dögunum og liðið er nú komið í úrslitaeinvígi um sæti í efstu deild. karfan.is

Ármann tryggði sér farseðilinn í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna með ellefu stiga sigri gegn Hamar/Þór í kvöld, 82-71.

Ármann hafði því betur í einvíginu 3-1 og mætir annaðhvort ÍR eða KR í úrslitaeinvíginu. ÍR og mætast í oddaleik á laugardaginn.

Sandjah Bimpa var algjörlega mögnuð í liði Ármanns í kvöld, en hún skoraði 40 stig og tók 21 frá­kast. Helga María Jan­us­dótt­ir var stiga­hæst í liði Ham­ars-Þórs með 18 stig og fimm frá­köst.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×