Körfubolti

KR-ingar knýja fram oddaleik

Atli Arason skrifar
Hörður Unnsteinsson er þjálfari KR.
Hörður Unnsteinsson er þjálfari KR.

Það verður oddaleikur í undanúrslitum úrslitakeppni fyrstu deildar kvenna, á milli ÍR og KR eftir að KR-ingar gerðu sér lítið fyrir og unnu annan leikinn í röð gegn ÍR. KR vann viðureign liðanna í Vesturbænum í kvöld, 86-79.

ÍR vann fyrstu tvo leikina en staðan er nú jöfn eftir tvo sigurleiki hjá KR, 2-2.

Chelsea Jennings, leikmaður KR, var frábær í leiknum í kvöld en hún gerði 33 stig, tók átta fráköst ásamt því að stela fimm boltum. Engar stoðsendingar en 31 framlagspunktur hjá besta leikmanni vallarins í leiknum.

Gladiana Jimenez var stigahæst hjá ÍR með 24 stig, 11 fráköst og sex stoðsendingar.

Næsti leikur liðanna verður í Seljaskóla á laugardaginn klukkan 19:15, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×