Körfubolti

Baldur Þór: Þurfum alla á dekk

Ísak Óli Traustason skrifar
Baldur Þór Ragnarsson var eðlilega sáttur með sína menn í kvöld.
Baldur Þór Ragnarsson var eðlilega sáttur með sína menn í kvöld. vísir/bára

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var ánægður með sigur sinna manna gegn föllnum Þórsurum frá Akureyri í kvöld.

„Ánægður með að vinna, ánægður að sjá góða mætingu í húsið,“ sagði Baldur og bætti því við að stuðningsmenn eru að sýna hvað Síkið er þekkt fyrir.

„Það er geggjað að spila í þessu andrúmslofti,“ sagði Baldur.

Þetta var nokkuð erfiður leikur til þess að nálgast þar sem að Þór frá Akureyri voru fallnir um deild og Tindastóll á 6 leikja sigurgöngu. Baldur var ánægður með hvernig sitt lið nálgaðist verkefnið í kvöld.

„Við höldum þeim í 72 stigum og skorum 99 þannig að ég er sáttur með þetta,“ sagði Baldur.

Tindastóll endar í 4. sæti Subway deildarinnar og mæta þar að leiðandi Keflavík sem enda í 5. sæti. Tindastóll er með heimavallarrétt og telur Baldur að serían á milli liðanna verðir erfið.

„Keflavík er hörku lið með valinn mann í hverri stöðu þannig að við þurfum bara alla á dekk hérna, klára í slaginn í stúkunni, vellinum og hvar sem er,“ sagði Baldur og hvatti fólk til þess að mæta og fylla stúkuna.

Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindasóls tók ekki þátt í leiknum. Baldur greindi frá því að hann verður með í næsta leik sem verður gegn Keflavík í Síkinu.

Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×