Fleiri fréttir

Ís­lendinga­lið Kol­stad byrjar á sigri

Landsliðsmennirnir Sigvaldi Björn Guðjónsson og Janus Daði Smárason byrja tímabilið í Noregi á sigri en þeir gengu í raðir ofurliðs Kolstad í sumar. Liðið lagði Nærbø naumlega í kvöld með tveggja marka mun, lokatölur 29-27.

Stór­leikur Ómars Inga dugði ekki til

Magdeburg tapaði í kvöld fyrir Kiel í leiknum um þýska ofurbikarinn í handbolta. Ómar Ingi Magnússon fór á kostum en það dugði ekki til að þessu sinni, lokatölur 36-33 Kiel í vil.

„Þetta var mjög slæmur tími“

Aron Rafn Eðvarðsson, einn besti handboltamarkvörður landsins um langt árabil, fékk bolta í höfuðið í byrjun mars og hefur síðan þá lítið getað æft handbolta eða stundað vinnu. Fyrstu vikurnar eftir höggið voru sérstaklega slæmar.

Janus og Sigvaldi fóru á kostum í Evrópusigri Kolstad

Landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson áttu báðir frábæran leik er norska verðandi ofurliðið Kolstad vann tveggja marka sigur gegn Drammen í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í gær, 28-26.

Mikkel Hansen um veikindin sín: Sjokk fyrir mig

Danski handboltamaðurinn Mikkel Hansen var kynntur í gær sem nýr leikmaður danska félagsins Aalborg Handball en hann kemur til liðsins frá franska liðinu Paris Saint Germain.

Óðinn byrjar ristarbrotinn hjá nýju liði

Óðinn Þór Ríkharðsson, besti og markahæsti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta á síðustu leiktíð, mun ekki geta spilað með svissnesku meisturunum í Kadetten Schaffhausen í upphafi leiktíðar.

„Að gefast aldrei upp, það er bara málið“

Alexander Petersson tilkynnti í vor að hann væri hættur handboltaiðkun eftir 24 ára feril. Hann kveðst stoltur af afrekum sínum á þeim tíma en þegar litið er til félagsferils hans stendur tíminn hjá Rhein-Neckar Löwen upp úr.

Sigvaldi verður fyrirliði norska ofurliðsins

Landsliðsmaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson hefur verið útnefndur fyrirliði norska handboltaliðsins Kolstad. Hann mun deila hlutverkinu með Norðmanninum Vetle Eck Aga.

Blóðtaka fyrir KA-menn

Útlit er fyrir að Ólafur Gústafsson spili lítið eða ekkert með liði KA fram að áramótum, í Olís-deildinni í handbolta, vegna meiðsla.

Stjarnan fær markvörð úr Mosfellsbæ

Markvörðurinn Eva Dís Sigurðardóttir hefur skrifað undir samning við Stjörnuna og mun því spila með liðinu í Olís-deildinni í handbolta í vetur.

Frændur vorir hirtu níunda sætið af íslenska liðinu

Íslenska drengjalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri beið lægri hlut gegn Færeyjum, 29-27, þegar liðin mættust í leik um níunda til tíunda sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Podgorica í Svartfjallalandi í dag. 

Erlingur áfram í Eyjum

Erlingur Richardsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild ÍBV um tvö ár. Hann hefur stýrt karlaliði félagsins frá 2018.

„Efast um að þeir nái í tvö lið á æfingum“

Haukar hafa misst töluvert úr sínum leikmannahópi fyrir komandi tímabil í Olís-deild karla, aðallega vegna meiðsla. Sérfræðingar hlaðvarpsins Handkastsins veltu upp stöðu liðsins og þá hvort Rúnar Sigtryggsson, nýr þjálfari liðsins, geti hresst upp á andrúmsloftið í félaginu.

Áttunda sæti niðurstaðan eftir tap í vítakeppni

Íslenska átján ára landslið kvenna í handbolta tapaði fyrir Egyptalandi í vítakastkeppni í leiknum um 7. sætið á HM í Norður-Makedóníu. Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 31-31, en Egyptar unnu vítakeppnina, 4-2.

Ásdís líka farin til Skara

Leikmönnum sem farið hafa frá KA/Þór út í atvinnumennsku í sumar heldur áfram að fjölga því Ásdís Guðmundsdóttir var í dag kynnt sem nýjasti leikmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Skara.

Íslenska liðið spilar um sjöunda sætið

Íslenska stúlknalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri laut í lægra haldi fyrir Frakklandi í dag í fyrri leiknum í keppni um fimmta til áttunda sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Skopje í Norður-Makedóníu.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.