Hélt sér í formi fyrir brúðkaupið og tekur slaginn fyrir áeggjan konunnar Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2022 12:01 Heimir Óli Heimisson segir það vissulega hafa verið erfitt að sætta sig við tap gegn ÍBV í undanúrslitum í vor en að hann hafi verið sáttur við þá ákvörðun að hætta í handbolta. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ég á yndislega konu og þegar Haukarnir hringdu þá rak hún mann bara út í þetta, að taka slaginn,“ segir nýgiftur Heimir Óli Heimisson sem ætlar að koma Haukum til bjargar og spila á línunni hjá þeim í handboltanum í vetur. Heimir Óli hafði ákveðið að leggja skóna á hilluna í vor og naut þess að vera í góðu sumarfríi með fjölskyldunni, sem lauk svo með brúðkaupi þeirra Kristínar Óskar Óskarsdóttur um síðustu helgi og var veislan að sjálfsögðu á Ásvöllum. Haukar, liðið sem Heimir Óli hefur átt svo margar góðar stundir með, voru hins vegar í vandræðum fyrir veturinn eftir að tveir línumenn liðsins meiddust alvarlega. Þráinn Orri Jónsson spilar varla fyrr en á næsta ári eftir að hafa slitið krossband á EM í janúar og fyrir skömmu sleit Gunnar Dan Hlynsson einnig krossband. Rann blóðið til skyldunnar „Fyrst og fremst voru Haukarnir í veseni með þessa stöðu. Ég ætlaði auðvitað bara að vera með fjölskyldunni minni og hef gert það, og átt yndislegt sumar með þeim,“ segir Heimir. Heimir Óli hefur ákveðið að taka slaginn með Haukum í vetur og mun styrkja liðið mikið VEL GERT HEIMIR pic.twitter.com/lxeYe9pEC4— Haukar - Handbolti (@Haukarhandbolti) August 24, 2022 „Þetta er liðið mitt og þegar Haukarnir eru í bobba þá rennur manni blóðið til skyldunnar að hjálpa þeim þennan vetur. Þá verða þeir enn betur undirbúnir þegar maður segir þetta gott eftir veturinn. Síðan eru þarna bestu vinir manns margir hverjir og það er auðvitað yndislegt,“ segir Heimir sem bætir því einu ári við ferilinn: „Ég tek allt tímabilið. Vonandi kemur Þráinn tvíefldur til baka og tekur þessa stöðu eins og herforingi. Hugsunin er að strákarnir sem eru þarna til staðar verði vonandi betri en ég og taki stöðuna af mér.“ Heimir Óli Heimisson vill miðla af reynslu sinni til yngri leikmanna Hauka.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Erfitt að hafa tapað síðasta leiknum en fyllilega sáttur við ákvörðunina Heimir og félagar í Haukum hafa um langt árabil verið með eitt albesta lið landsins en þeir féllu úr leik í undanúrslitum Íslandsmótsins í vor, gegn ÍBV. En fylgdi engin eftirsjá því að leggja þá skóna á hilluna? „Ekki þannig. Ferillinn er búinn að vera yndislegur og verður það reyndar líka þó að maður lengi hann um eitt ár. Maður er búinn að prófa ýmislegt, fara endalaust af Evrópuferðum og erlendis að spila, og vinna allt með Haukunum. En ég viðurkenni að það var súrsætur endir að síðasti leikurinn skyldi vera í Vestmannaeyjum og það reyndist mér alveg erfitt að hafa tapað þeim leik. Að sama skapi var maður fyllilega sáttur við ákvörðunina,“ segir Heimir sem vonast til að aðrir leikmenn, eins og línumaðurinn ungi Sigurður Jónsson, nýti sér samkeppnina við Heimi til að eflast og styrkjast. Heimir Óli Heimisson fagnar marki í einvíginu gegn ÍBV í vor.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Úr brúðkaupsveislu á æfingu á Ásvöllum Heimir hefur fylgst með síðustu leikjum Hauka en mætir í kvöld á sína fyrstu æfingu eftir sumarfríið: „Ég var að gifta mig um helgina svo að brúðkaupið er bara búið að vera númer eitt, tvö og þrjú. Svo kláruðum við þetta með Haukunum í vikunni og ég mæti á mína fyrstu æfingu í kvöld. Maður hefur samt reynt að halda sér í formi en það var nú aðallega fyrir brúðkaupið. Ég hef ekki kastað handbolta í fjóra mánuði, en maður gleymir því ekki svo glatt um hvað handbolti snýst. Ég mæti því galvaskur upp á Ásvelli á eftir enda er maður alltaf með annan fótinn þar, og brúðkaupsveislan var einmitt þar!“ Olís-deild karla Haukar Mest lesið Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Heimir Óli hafði ákveðið að leggja skóna á hilluna í vor og naut þess að vera í góðu sumarfríi með fjölskyldunni, sem lauk svo með brúðkaupi þeirra Kristínar Óskar Óskarsdóttur um síðustu helgi og var veislan að sjálfsögðu á Ásvöllum. Haukar, liðið sem Heimir Óli hefur átt svo margar góðar stundir með, voru hins vegar í vandræðum fyrir veturinn eftir að tveir línumenn liðsins meiddust alvarlega. Þráinn Orri Jónsson spilar varla fyrr en á næsta ári eftir að hafa slitið krossband á EM í janúar og fyrir skömmu sleit Gunnar Dan Hlynsson einnig krossband. Rann blóðið til skyldunnar „Fyrst og fremst voru Haukarnir í veseni með þessa stöðu. Ég ætlaði auðvitað bara að vera með fjölskyldunni minni og hef gert það, og átt yndislegt sumar með þeim,“ segir Heimir. Heimir Óli hefur ákveðið að taka slaginn með Haukum í vetur og mun styrkja liðið mikið VEL GERT HEIMIR pic.twitter.com/lxeYe9pEC4— Haukar - Handbolti (@Haukarhandbolti) August 24, 2022 „Þetta er liðið mitt og þegar Haukarnir eru í bobba þá rennur manni blóðið til skyldunnar að hjálpa þeim þennan vetur. Þá verða þeir enn betur undirbúnir þegar maður segir þetta gott eftir veturinn. Síðan eru þarna bestu vinir manns margir hverjir og það er auðvitað yndislegt,“ segir Heimir sem bætir því einu ári við ferilinn: „Ég tek allt tímabilið. Vonandi kemur Þráinn tvíefldur til baka og tekur þessa stöðu eins og herforingi. Hugsunin er að strákarnir sem eru þarna til staðar verði vonandi betri en ég og taki stöðuna af mér.“ Heimir Óli Heimisson vill miðla af reynslu sinni til yngri leikmanna Hauka.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Erfitt að hafa tapað síðasta leiknum en fyllilega sáttur við ákvörðunina Heimir og félagar í Haukum hafa um langt árabil verið með eitt albesta lið landsins en þeir féllu úr leik í undanúrslitum Íslandsmótsins í vor, gegn ÍBV. En fylgdi engin eftirsjá því að leggja þá skóna á hilluna? „Ekki þannig. Ferillinn er búinn að vera yndislegur og verður það reyndar líka þó að maður lengi hann um eitt ár. Maður er búinn að prófa ýmislegt, fara endalaust af Evrópuferðum og erlendis að spila, og vinna allt með Haukunum. En ég viðurkenni að það var súrsætur endir að síðasti leikurinn skyldi vera í Vestmannaeyjum og það reyndist mér alveg erfitt að hafa tapað þeim leik. Að sama skapi var maður fyllilega sáttur við ákvörðunina,“ segir Heimir sem vonast til að aðrir leikmenn, eins og línumaðurinn ungi Sigurður Jónsson, nýti sér samkeppnina við Heimi til að eflast og styrkjast. Heimir Óli Heimisson fagnar marki í einvíginu gegn ÍBV í vor.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Úr brúðkaupsveislu á æfingu á Ásvöllum Heimir hefur fylgst með síðustu leikjum Hauka en mætir í kvöld á sína fyrstu æfingu eftir sumarfríið: „Ég var að gifta mig um helgina svo að brúðkaupið er bara búið að vera númer eitt, tvö og þrjú. Svo kláruðum við þetta með Haukunum í vikunni og ég mæti á mína fyrstu æfingu í kvöld. Maður hefur samt reynt að halda sér í formi en það var nú aðallega fyrir brúðkaupið. Ég hef ekki kastað handbolta í fjóra mánuði, en maður gleymir því ekki svo glatt um hvað handbolti snýst. Ég mæti því galvaskur upp á Ásvelli á eftir enda er maður alltaf með annan fótinn þar, og brúðkaupsveislan var einmitt þar!“
Olís-deild karla Haukar Mest lesið Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti