Handbolti

Sigvaldi verður fyrirliði norska ofurliðsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sigvaldi Björn Guðjónsson mun gegna stöðu fyrirliða hjá norska liðinu Kolstad.
Sigvaldi Björn Guðjónsson mun gegna stöðu fyrirliða hjá norska liðinu Kolstad. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images

Landsliðsmaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson hefur verið útnefndur fyrirliði norska handboltaliðsins Kolstad. Hann mun deila hlutverkinu með Norðmanninum Vetle Eck Aga.

Sigvaldi gekk í raðir Kolstad í sumar, en liðið ætlar sér stóra hluti í evrópskum handbolta á næstu árum. Ásamt sigvalda fékk liðið Janus Daða Smárason, Vetle Eck Aga og norsku landsliðsmennina Magnus Gullerud og Torbjörn Bergerud í sumar.

Þá mun norska stórskyttan Sander Sagosen einnig ganga í raðir félagsins næsta sumar. Sagosen ólst upp hjá Kolstad og félagið ætlar sér að smíða stórveldi á næstu árum með Sagosen í fararbroddi fylkingar.

Sigvaldi mun gegna stöðu fyrirliða ásamt Aga, en Sigvaldi gekk í raðir Kolstad frá pólska stórliðinu Lomza Industria Kielce eftir seinasta tímabil. Hann var þó ekki með liðinu er Kielce tryggði sér pólska meistaratitilinn og fór alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar vegna meiðsla.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.