Mikkel Hansen um veikindin sín: Sjokk fyrir mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2022 11:30 Mikkel Hansen í leik á móti Spánverjum á Evrópumeistaramótinu í ár. EPA-EFE/Tibor Illyes Danski handboltamaðurinn Mikkel Hansen var kynntur í gær sem nýr leikmaður danska félagsins Aalborg Handball en hann kemur til liðsins frá franska liðinu Paris Saint Germain. Þetta hefur verið viðburðaríkt ár fyrir Hansen, sem endaði tíu ára feril sinn með PSG á óhuggulegan hátt. Hansen hefur ekki mikið talað um veikindin sín en gerði það í gær. Hansen er nefnilega á batavegi eftir að hafa fengið blóðtappa í lungun í mars. „Það er alveg á hreinu að þetta var sjokk. Það er aftur á móti minna sjokk þegar þú ert sjálfur í miðju alls því þú ert með fullt af góðu fólki til að hugsa um þig,“ sagði Mikkel Hansen við TV2. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) „Þetta var samt sjokk fyrir mig og það var mjög erfitt fyrir mig að enda tíu ár hjá félaginu svona eftir að hafa verið mjög ánægður þar,“ sagði Hansen. Hér fyrir ofan má einnig sjá hann í viðtali við danska ríkissjónvarpið. Hansen gat ekki klárað síðustu mánuði tímabilsins en hefur unnið að því að koma sér aftur til baka á handboltavöllinn. Hann hefur líkamlega verið endurhæfingu og á blóðþynningarlyfjum. En þetta hefur auðvitað líka reynt á hann andlega. „Þú kemst í gegnum svona með því að tala um það. Það var mjög gott að hafa fjölskylduna með þér og börn sem elska þig sama hvað gerist. Ég fæ nýjan dag með þeim á hverjum degi þar sem við getum gert eitthvað skemmtilegt. Ég eyddi miklum tíma með þeim,“ sagði Hansen. „Ég hef líka hugsað um æfingarnar en það hefur verið mikill tími fyrir eitthvað annað. Það hefur verið gott andlega að geta komist aðeins frá handboltanum. Það eru nefnilega svo mörg ár síðan ég fékk almennilegt frí,“ sagði Hansen en óttast hann að fá annað blóðtappa? „Þannig lifi ég ekki mínu lífi. Ef það væri þannig þá gæti ég alveg eins hætt þessu,“ sagði Hansen. Hann býst við því að byrja að spila um miðjan september. Þangað til má hann ekki spila af því að það er hætta á innvortis blæðingum. View this post on Instagram A post shared by Aalborg Ha ndbold (@aalborghaandbold) Danski handboltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Sjá meira
Þetta hefur verið viðburðaríkt ár fyrir Hansen, sem endaði tíu ára feril sinn með PSG á óhuggulegan hátt. Hansen hefur ekki mikið talað um veikindin sín en gerði það í gær. Hansen er nefnilega á batavegi eftir að hafa fengið blóðtappa í lungun í mars. „Það er alveg á hreinu að þetta var sjokk. Það er aftur á móti minna sjokk þegar þú ert sjálfur í miðju alls því þú ert með fullt af góðu fólki til að hugsa um þig,“ sagði Mikkel Hansen við TV2. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) „Þetta var samt sjokk fyrir mig og það var mjög erfitt fyrir mig að enda tíu ár hjá félaginu svona eftir að hafa verið mjög ánægður þar,“ sagði Hansen. Hér fyrir ofan má einnig sjá hann í viðtali við danska ríkissjónvarpið. Hansen gat ekki klárað síðustu mánuði tímabilsins en hefur unnið að því að koma sér aftur til baka á handboltavöllinn. Hann hefur líkamlega verið endurhæfingu og á blóðþynningarlyfjum. En þetta hefur auðvitað líka reynt á hann andlega. „Þú kemst í gegnum svona með því að tala um það. Það var mjög gott að hafa fjölskylduna með þér og börn sem elska þig sama hvað gerist. Ég fæ nýjan dag með þeim á hverjum degi þar sem við getum gert eitthvað skemmtilegt. Ég eyddi miklum tíma með þeim,“ sagði Hansen. „Ég hef líka hugsað um æfingarnar en það hefur verið mikill tími fyrir eitthvað annað. Það hefur verið gott andlega að geta komist aðeins frá handboltanum. Það eru nefnilega svo mörg ár síðan ég fékk almennilegt frí,“ sagði Hansen en óttast hann að fá annað blóðtappa? „Þannig lifi ég ekki mínu lífi. Ef það væri þannig þá gæti ég alveg eins hætt þessu,“ sagði Hansen. Hann býst við því að byrja að spila um miðjan september. Þangað til má hann ekki spila af því að það er hætta á innvortis blæðingum. View this post on Instagram A post shared by Aalborg Ha ndbold (@aalborghaandbold)
Danski handboltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Sjá meira