Handbolti

Stelpurnar hans Þóris með yfirburði í kosningunni á þeirri bestu í heimi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nora Mork og Marit Jacobsen fagna marki með norska kvennalandsliðinu.
Nora Mork og Marit Jacobsen fagna marki með norska kvennalandsliðinu. EPA-EFE/Enric Fontcuberta

Norska handboltakonan Nora Mörk var kosin besta handboltakona heims fyrir árið 2021 af handboltasíðunni Handball Planet.

Þetta er í annað skiptið sem Mörk fær þessi verðlaun en hún átti frábært ár í fyrra eftir að hafa komið til baka eftir erfið meiðsli.

Annars voru leikmenn Þóris Hergeirssonar úr norska landsliðinu í algjöru aðalhlutverki í þessari kosningu.

Mörk fékk 22 atkvæði en næst kom Henny Reistad með nítján atkvæði. Stine Bredal Oftedal og Kari Brattset Dale fengu síðan báðar sautján atkvæði.

Það þurfti að fara alla leið niður í fimmta sæti til að finna leikmenn utan norska landsliðsins en hin sænska Nathalie Hagman. Hún fékk fjórtán atkvæði alveg eins og norski landliðsmarkvörðurinn Katrine Lunde.

Mörk hjálpaði Vipers að vinna Meistaradeildina og Noregi að verða heimsmeistari. Norsku stelpurnar náðu einnig bronsi á ÓL í Tókýó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×