„Að gefast aldrei upp, það er bara málið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2022 12:01 Alexander spilaði í Þýskalandi frá 2003 til 2022 en var áður í fimm ár í Gróttu/KR, frá 1998 til 2003. Simon Hofmann/Bongarts/Getty Images Alexander Petersson tilkynnti í vor að hann væri hættur handboltaiðkun eftir 24 ára feril. Hann kveðst stoltur af afrekum sínum á þeim tíma en þegar litið er til félagsferils hans stendur tíminn hjá Rhein-Neckar Löwen upp úr. Alexander tilkynnti í maí að hann væri hættur í handbolta en hann varð 42 ára í síðasta mánuði. Hann lék síðast fyrir Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni en alls lék hann fyrir sjö félög á glæstum ferli. Hann spilaði 186 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 725 mörk. Hann kveðst afar stoltur af ferlinum. „Það eru að sjálfsögðu Ólympíuleikarnir 2008 [sem standa upp úr] og brons á EM 2010. Svo eru nokkrir titlar með Rhein-Neckar Löwen, Evrópukeppni og Þýskalandsmeistaratitlar. Þetta er eitthvað til að skoða þegar maður horfir til baka,“ segir Alexander. Uppgjöf ekki til Alexander glímdi við þrálát axlarmeiðsli á ferlinum og tók sér pásu frá landsliðinu vegna álags frá 2016 til 2020. Hann spilaði oft í gegnum meiðslin en aðspurður hvernig hann færi að því sagði hann: „Ég veit það ekki alveg sjálfur. Þetta voru mikil meiðsli í öxlinni, sem var aðaldæmið, en maður þarf bara að vinna með það og reyna að styrkja öxlina og líkamann. Að gefast aldrei upp, það er bara málið,“ Rússíbanareið með Rhein-Neckar Aldrei mun annar leikmaður klæðast treyju númer 32 hjá Rhein-Neckar Löwen sem hangir uppi í rjáfri í SAP Arena.Mynd/Nordic Photos/Bongarts Lengst af lék Alexander með Rhein-Neckar Löwen á sínum ferli, árin 2012 til 2021. Þar vann hann tvo þýska meistaratitla, 2016 og 2017, einn bikartitil árið 2018 og Evrópudeildina 2013. Þann síðastnefnda vann hann undir stjórn íslenska landsliðsþjálfarans Guðmundar Guðmundssonar. Þar er hann goðsögn og var innvígður í frægðarhöll félagsins í fyrra. Treyja hans, númer 32, var sett upp í rjáfur og mun því enginn bera þá tölu á bakinu hjá félaginu framar. „Það var allt saman mjög skemmtilegt en á sama tíma mjög erfitt. Það voru margir leikir og mikil ferðalög, maður vann og tapaði stórum leikjum, vann titla og tapaði titlum. Þetta var risastór rússibani sem fór upp og niður. Þess vegna er ég mjög glaður að komast upp í þak á SAP Arena,“ „Þetta er lífið mitt og aðalpunkturinn í handboltanum, ég var þarna í átta og hálft ár og þess vegna er þetta geggjað,“ segir Alexander en viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta Tímamót Þýski handboltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Sjá meira
Alexander tilkynnti í maí að hann væri hættur í handbolta en hann varð 42 ára í síðasta mánuði. Hann lék síðast fyrir Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni en alls lék hann fyrir sjö félög á glæstum ferli. Hann spilaði 186 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 725 mörk. Hann kveðst afar stoltur af ferlinum. „Það eru að sjálfsögðu Ólympíuleikarnir 2008 [sem standa upp úr] og brons á EM 2010. Svo eru nokkrir titlar með Rhein-Neckar Löwen, Evrópukeppni og Þýskalandsmeistaratitlar. Þetta er eitthvað til að skoða þegar maður horfir til baka,“ segir Alexander. Uppgjöf ekki til Alexander glímdi við þrálát axlarmeiðsli á ferlinum og tók sér pásu frá landsliðinu vegna álags frá 2016 til 2020. Hann spilaði oft í gegnum meiðslin en aðspurður hvernig hann færi að því sagði hann: „Ég veit það ekki alveg sjálfur. Þetta voru mikil meiðsli í öxlinni, sem var aðaldæmið, en maður þarf bara að vinna með það og reyna að styrkja öxlina og líkamann. Að gefast aldrei upp, það er bara málið,“ Rússíbanareið með Rhein-Neckar Aldrei mun annar leikmaður klæðast treyju númer 32 hjá Rhein-Neckar Löwen sem hangir uppi í rjáfri í SAP Arena.Mynd/Nordic Photos/Bongarts Lengst af lék Alexander með Rhein-Neckar Löwen á sínum ferli, árin 2012 til 2021. Þar vann hann tvo þýska meistaratitla, 2016 og 2017, einn bikartitil árið 2018 og Evrópudeildina 2013. Þann síðastnefnda vann hann undir stjórn íslenska landsliðsþjálfarans Guðmundar Guðmundssonar. Þar er hann goðsögn og var innvígður í frægðarhöll félagsins í fyrra. Treyja hans, númer 32, var sett upp í rjáfur og mun því enginn bera þá tölu á bakinu hjá félaginu framar. „Það var allt saman mjög skemmtilegt en á sama tíma mjög erfitt. Það voru margir leikir og mikil ferðalög, maður vann og tapaði stórum leikjum, vann titla og tapaði titlum. Þetta var risastór rússibani sem fór upp og niður. Þess vegna er ég mjög glaður að komast upp í þak á SAP Arena,“ „Þetta er lífið mitt og aðalpunkturinn í handboltanum, ég var þarna í átta og hálft ár og þess vegna er þetta geggjað,“ segir Alexander en viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í handbolta Tímamót Þýski handboltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Sjá meira