„Að gefast aldrei upp, það er bara málið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2022 12:01 Alexander spilaði í Þýskalandi frá 2003 til 2022 en var áður í fimm ár í Gróttu/KR, frá 1998 til 2003. Simon Hofmann/Bongarts/Getty Images Alexander Petersson tilkynnti í vor að hann væri hættur handboltaiðkun eftir 24 ára feril. Hann kveðst stoltur af afrekum sínum á þeim tíma en þegar litið er til félagsferils hans stendur tíminn hjá Rhein-Neckar Löwen upp úr. Alexander tilkynnti í maí að hann væri hættur í handbolta en hann varð 42 ára í síðasta mánuði. Hann lék síðast fyrir Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni en alls lék hann fyrir sjö félög á glæstum ferli. Hann spilaði 186 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 725 mörk. Hann kveðst afar stoltur af ferlinum. „Það eru að sjálfsögðu Ólympíuleikarnir 2008 [sem standa upp úr] og brons á EM 2010. Svo eru nokkrir titlar með Rhein-Neckar Löwen, Evrópukeppni og Þýskalandsmeistaratitlar. Þetta er eitthvað til að skoða þegar maður horfir til baka,“ segir Alexander. Uppgjöf ekki til Alexander glímdi við þrálát axlarmeiðsli á ferlinum og tók sér pásu frá landsliðinu vegna álags frá 2016 til 2020. Hann spilaði oft í gegnum meiðslin en aðspurður hvernig hann færi að því sagði hann: „Ég veit það ekki alveg sjálfur. Þetta voru mikil meiðsli í öxlinni, sem var aðaldæmið, en maður þarf bara að vinna með það og reyna að styrkja öxlina og líkamann. Að gefast aldrei upp, það er bara málið,“ Rússíbanareið með Rhein-Neckar Aldrei mun annar leikmaður klæðast treyju númer 32 hjá Rhein-Neckar Löwen sem hangir uppi í rjáfri í SAP Arena.Mynd/Nordic Photos/Bongarts Lengst af lék Alexander með Rhein-Neckar Löwen á sínum ferli, árin 2012 til 2021. Þar vann hann tvo þýska meistaratitla, 2016 og 2017, einn bikartitil árið 2018 og Evrópudeildina 2013. Þann síðastnefnda vann hann undir stjórn íslenska landsliðsþjálfarans Guðmundar Guðmundssonar. Þar er hann goðsögn og var innvígður í frægðarhöll félagsins í fyrra. Treyja hans, númer 32, var sett upp í rjáfur og mun því enginn bera þá tölu á bakinu hjá félaginu framar. „Það var allt saman mjög skemmtilegt en á sama tíma mjög erfitt. Það voru margir leikir og mikil ferðalög, maður vann og tapaði stórum leikjum, vann titla og tapaði titlum. Þetta var risastór rússibani sem fór upp og niður. Þess vegna er ég mjög glaður að komast upp í þak á SAP Arena,“ „Þetta er lífið mitt og aðalpunkturinn í handboltanum, ég var þarna í átta og hálft ár og þess vegna er þetta geggjað,“ segir Alexander en viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta Tímamót Þýski handboltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Sjá meira
Alexander tilkynnti í maí að hann væri hættur í handbolta en hann varð 42 ára í síðasta mánuði. Hann lék síðast fyrir Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni en alls lék hann fyrir sjö félög á glæstum ferli. Hann spilaði 186 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 725 mörk. Hann kveðst afar stoltur af ferlinum. „Það eru að sjálfsögðu Ólympíuleikarnir 2008 [sem standa upp úr] og brons á EM 2010. Svo eru nokkrir titlar með Rhein-Neckar Löwen, Evrópukeppni og Þýskalandsmeistaratitlar. Þetta er eitthvað til að skoða þegar maður horfir til baka,“ segir Alexander. Uppgjöf ekki til Alexander glímdi við þrálát axlarmeiðsli á ferlinum og tók sér pásu frá landsliðinu vegna álags frá 2016 til 2020. Hann spilaði oft í gegnum meiðslin en aðspurður hvernig hann færi að því sagði hann: „Ég veit það ekki alveg sjálfur. Þetta voru mikil meiðsli í öxlinni, sem var aðaldæmið, en maður þarf bara að vinna með það og reyna að styrkja öxlina og líkamann. Að gefast aldrei upp, það er bara málið,“ Rússíbanareið með Rhein-Neckar Aldrei mun annar leikmaður klæðast treyju númer 32 hjá Rhein-Neckar Löwen sem hangir uppi í rjáfri í SAP Arena.Mynd/Nordic Photos/Bongarts Lengst af lék Alexander með Rhein-Neckar Löwen á sínum ferli, árin 2012 til 2021. Þar vann hann tvo þýska meistaratitla, 2016 og 2017, einn bikartitil árið 2018 og Evrópudeildina 2013. Þann síðastnefnda vann hann undir stjórn íslenska landsliðsþjálfarans Guðmundar Guðmundssonar. Þar er hann goðsögn og var innvígður í frægðarhöll félagsins í fyrra. Treyja hans, númer 32, var sett upp í rjáfur og mun því enginn bera þá tölu á bakinu hjá félaginu framar. „Það var allt saman mjög skemmtilegt en á sama tíma mjög erfitt. Það voru margir leikir og mikil ferðalög, maður vann og tapaði stórum leikjum, vann titla og tapaði titlum. Þetta var risastór rússibani sem fór upp og niður. Þess vegna er ég mjög glaður að komast upp í þak á SAP Arena,“ „Þetta er lífið mitt og aðalpunkturinn í handboltanum, ég var þarna í átta og hálft ár og þess vegna er þetta geggjað,“ segir Alexander en viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í handbolta Tímamót Þýski handboltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Sjá meira