Handbolti

Frændur vorir hirtu níunda sætið af íslenska liðinu

Hjörvar Ólafsson skrifar
Íslenska liðið hafnaði í níunda sæti á Evrópumótinu. 
Íslenska liðið hafnaði í níunda sæti á Evrópumótinu.  Mynd/IHF

Íslenska drengjalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri beið lægri hlut gegn Færeyjum, 29-27, þegar liðin mættust í leik um níunda til tíunda sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Podgorica í Svartfjallalandi í dag. 

Óli Mittún, sem er markahæsti leikmaður mótsins, reyndist íslenska liðinu erfiður en hann skoraði 11 mörk í leiknum. Óli skoraði þar af leiðandi 80 mörk á mótinu sem skila honum líklega markakóngstitlinum. 

Mörk Íslands í leiknum: Elmar Erlingsson 7, Andri Fannar Elísson 4, Kjartan Þór Júlíusson 4, Viðar Erni Reimarsson 3, Hinrik Hugi Heiðarsson 2, Andrés Marel Sigurðarson 1, Atli Steinn Arnarson 1, Birkir Snær Steinsson, Ívar Einarsson 1, Sigurður Snær Sigurjónsson 1, Skarphéðinn, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 1, Össur Haraldsson 1.

Varin skot: Breki Hrafn Árnason 8, Ísak Steinsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×