Handbolti

Stjarnan fær markvörð úr Mosfellsbæ

Sindri Sverrisson skrifar
Eva Dís Sigurðardóttir varði mark Aftureldingar en er nú komin til Stjörnunnar.
Eva Dís Sigurðardóttir varði mark Aftureldingar en er nú komin til Stjörnunnar. vísir/hulda margrét

Markvörðurinn Eva Dís Sigurðardóttir hefur skrifað undir samning við Stjörnuna og mun því spila með liðinu í Olís-deildinni í handbolta í vetur.

Eva Dís er 21 árs gömul og kemur í Garðabæinn frá Aftureldingu í Mosfellsbæ.

Eva Dís varði því mark Aftureldingar á síðustu leiktíð þegar liðið varð að sætta sig við fall úr Olís-deildinni, án stiga. Stjarnan endaði aftur á móti í 5. sæti.

Hún var einnig mikilvægur hlekkur í liði Aftureldingar þegar það vann sér sæti í Olís-deildinni vorið 2021 og skrifaði þá undir samning til tveggja ára við félagið en hefur nú söðlað um eins og fyrr segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×