Fleiri fréttir

Hall­dór Jóhann fer ekki með Bar­ein á Ólympíu­leikana

Halldór Jóhann Sigfússon verður ekki á hliðarlínunni er Barein tekur þátt á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar líkt og hann var er liðið tók þátt á HM í janúar. Hann var ekki tilbúinn að fórna starfi sínu á Selfossi.

Melsungen staðfestir komu Elvars

Íslenski landsliðsmaðurinn Elvar Örn Jónsson hefur gengið frá tveggja ára samningi við þýska úrvalsdeildarfélagið MT Melsungen en félagið staðfestir komu hans á heimasíðu sinni í dag.

Alfreð Gíslason fékk hótunarbréf

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, fékk sent bréf frá óþekktum aðila þar sem honum er sagt að segja starfi sínu lausu ellegar muni það hafa afleiðingar fyrir hann.

Axel ætlar sér að bæta toppliðið í Noregi

Axel Stefánsson, fyrrverandi þjálfari kvennalandsliðs Íslands í handbolta, hefur verið ráðinn sem annar af tveimur aðalþjálfurum Storhamar í Noregi, frá og með næstu leiktíð.

Karen ekki með til Skopje

Karen Knútsdóttir hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum í handbolta sem fer til Skopje í Norður-Makedóníu á sunnudaginn.

Hásinin slitnaði aftur hjá Birki

Handknattleiksmaðurinn Birkir Benediktsson varð fyrir áfalli á æfingu á þriðjudag þegar hann sleit hásin í annað sinn á leiktíðinni.

Fram staðfestir komu Einars

Einar Jónsson mun taka við liði Fram af Sebastian Alexanderssyni í sumar en þetta staðfesti Safamýrarliðið í kvöld.

Fram burstaði Stjörnuna

Fram hristi af sér jafnteflið gegn ÍBV í síðustu umferð og burstaði Stjörnuna, 29-19, í Olís deild kvenna í kvöld.

Gunnar: Ætli þetta hafi ekki bara verið sann­gjarnt

„Ég var að sjálfsögðu svekktur strax eftir leikinn. Við fáum færi enn og aftur á lokasekúndunni en svona er þetta,“ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka í handbolta eftir jafntefli gegn ÍBV í 12. umferð Olís-deildar kvenna á Ásvöllum í kvöld. 

Alfreð vill fækka liðum

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands, segir að það bitni til að mynda á þýska landsliðinu hve þétt leikjadagskráin sé í efstu deild Þýskalands í handbolta. Hann er á leið í leiki sem ráða því hvort Þýskaland spilar á Ólympíuleikunum í Tókýó.

Sebastian óvænt skipt út í Safamýri

Handknattleiksdeild Fram hefur ákveðið að nýta ákvæði í samningi við Sebastian Alexandersson, þjálfara meistaraflokks karla, til að segja upp samningi við hann.

„Hélt að Arnar Daði væri einhver kjáni“

Olís deild karla í handbolta fékk sviðsljósið í nýjasta þættinum af Sportinu í dag hlaðvarpinu á Vísi. Meðal annars var rætt um nýliða Gróttu og þjálfara þeirra.

Strákarnir okkar ekki til Ísraels að sinni

Það verður einhver bið á því að íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggi sér endanlega farseðilinn á næsta Evrópumót en leik liðsins við Ísrael í undankeppninni hefur verið frestað.

HK missir þjálfarann til Noregs eftir tíma­bilið

Elías Már Halldórsson, þjálfari karlaliðs HK í handbolta, mun þjálfa liðið út leiktíðina og segja svo starfi sínu lausu. Hann er á leið til Noregs að þjálfa kvennalið Fredrikstad.

Aron bikar­meistari með Barcelona fjórða árið í röð

Aron Pálmarsson og félagar hans í Barcelona urðu í dag bikarmeistarar eftir nokkuð öruggan átta marka sigur á Abanca Ademar, lokatölur 35-27. Er þetta í fjórða sinn sem Aron verður bikarmeistari með liðinu, á fjórum árum.

Seinni bylgjan: Langþráð hvíld rædd í Lokaskotinu

Landsleikjahlé er framundan í Olís deildinn og strákarnir í Seinni bylgjunni ræddu um langþráða hvíld leikmanna og veltu fyrir sér hverjir gætu unnið deildina í liðnum Lokaskotið í Seinni bylgjunni í gær.

Bjarni Ófeigur skoraði eitt í endurkomu sinni

Bjarni Ófeigur Valdimarsson sem gekk til liðs við Skövde í sænsku úrvalsdeildinni undir lok seinasta árs snéri aftur á völlinn í gær. Bjarni hafði ekki spilað eða æft í um þrjá mánuði.

Göppingen hafði betur þegar þeir heimsóttu Rhein-Neckar Löwen í Íslendingaslag

Rhein-Neckar Löwen fékk Göppingen í heimsókn í stórskemmtilegum leik í þýsku deildinni í kvöld. Þrír íslenskir leikmenn leika með þessum tveim liðum. Ýmir Örn Gíslason spilar fyrir Rhein-Neckar Löwen, en í herbúðum Göppingen eru þeir Gunnar Steinn Jónsson og Janus Daði Smárason. Janus Daði er að glíma við meiðsli og kom ekki við sögu í kvöld. Gunnar Steinn og Ýmir Örn skoruðu sitt markið hvor.

Arnór setti sjö í sigri Bergischer

Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer fengu Hannover-Burgdorf í heimsókn í kvöld og unnu fjögurra marka sigur. Arnór Þór var markahæsti maður vallarins með sjö mörk.

Sjá næstu 50 fréttir