Alls fimm Íslendingar sem munu taka þátt í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2021 20:01 Aron Pálmarsson er á sínum stað með Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Getty/Frank Molter Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta lauk nýverið og nú er búið að draga í 16-liða úrslit keppninnar. Þar verða þrír íslenskir landsliðsmenn í eldlínunni ásamt tveimur fyrrum landsliðsmönnum sem starfa nú sem þjálfarar. Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í stórlið Barcelona taka á móti norska liðinu Elverum. Verkefnið ætti ekki að reynast Börsungum ofviða en liðið hefur verið óstöðvandi það sem af er leiktíð. Liðið fagnaði bikarmeistaratitli á dögunum og þá fór það í gegnum riðlakeppni Meistaradeildarinnar með fullt hús stiga sem og það er enn með fullt hús stiga heima fyrir. Sigvaldi Björn Guðjónsson lék með Elverum áður en hann færði sig um set til Łomża Vive Kielce í Póllandi. Hornamaðurinn knái og samherjar hans mæta franska liðinu Nantes en bæði Íslendinga liðin eiga leik á útivelli þann 31. mars næstkomandi. Gamla brýnið Alexander Petersson er svo kominn aftur í deild þeirra bestu en hann gekk í raðir þýska stórliðsins Flensburg frá Rhein-Neckar Löwen að loknu HM í Egyptalandi sem fram fór í janúar. Alexander mætir Zagreb frá Króatíu þann 1. apríl, einnig á útivelli. Roland Valur Eradze starfar í dag hjá Motor Zoporozhye sem kemur frá Úkraínu. Meshkov Brest bíður í 16-liða úrslitum. Þá er Arnór Atlason aðstoðarþjálfari danska liðsins Álaborgar en liðið mætir Porto. So, finally we have the answer to THAT question: who is going to play who in the play-offs? #ehfcl #showtimeforchampions pic.twitter.com/70JBvdDJr6— EHF Champions League (@ehfcl) March 4, 2021 Um er að ræða hefðbundið fyrirkomulag þar sem leikið er heima og að heiman. Fyrri leikirnir fara fram 31. mars og 1. apríl en síðari leikirnir 7. og 8. apríl. Handbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í stórlið Barcelona taka á móti norska liðinu Elverum. Verkefnið ætti ekki að reynast Börsungum ofviða en liðið hefur verið óstöðvandi það sem af er leiktíð. Liðið fagnaði bikarmeistaratitli á dögunum og þá fór það í gegnum riðlakeppni Meistaradeildarinnar með fullt hús stiga sem og það er enn með fullt hús stiga heima fyrir. Sigvaldi Björn Guðjónsson lék með Elverum áður en hann færði sig um set til Łomża Vive Kielce í Póllandi. Hornamaðurinn knái og samherjar hans mæta franska liðinu Nantes en bæði Íslendinga liðin eiga leik á útivelli þann 31. mars næstkomandi. Gamla brýnið Alexander Petersson er svo kominn aftur í deild þeirra bestu en hann gekk í raðir þýska stórliðsins Flensburg frá Rhein-Neckar Löwen að loknu HM í Egyptalandi sem fram fór í janúar. Alexander mætir Zagreb frá Króatíu þann 1. apríl, einnig á útivelli. Roland Valur Eradze starfar í dag hjá Motor Zoporozhye sem kemur frá Úkraínu. Meshkov Brest bíður í 16-liða úrslitum. Þá er Arnór Atlason aðstoðarþjálfari danska liðsins Álaborgar en liðið mætir Porto. So, finally we have the answer to THAT question: who is going to play who in the play-offs? #ehfcl #showtimeforchampions pic.twitter.com/70JBvdDJr6— EHF Champions League (@ehfcl) March 4, 2021 Um er að ræða hefðbundið fyrirkomulag þar sem leikið er heima og að heiman. Fyrri leikirnir fara fram 31. mars og 1. apríl en síðari leikirnir 7. og 8. apríl.
Handbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni