Handbolti

Melsungen staðfestir komu Elvars

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elvar Örn Jónsson er fyrir löngu kominn í stórt hlutverk hjá íslenska A-landsliðinu.
Elvar Örn Jónsson er fyrir löngu kominn í stórt hlutverk hjá íslenska A-landsliðinu. Getty//TF-Images

Íslenski landsliðsmaðurinn Elvar Örn Jónsson hefur gengið frá tveggja ára samningi við þýska úrvalsdeildarfélagið MT Melsungen en félagið staðfestir komu hans á heimasíðu sinni í dag.

Elvar Örn mun kom til þýska félagsins í sumar og nær samningur hans til 30. júní 2023. Hjá MT Melsungen hittir hann fyrir landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson og landsliðslínumanninn Arnar Freyr Arnarsson.

Elvar Örn er 23 ára gamall og á heimasíðu Melsungen er sagt að hann geti spilað allar stöður fyrir utan.

#MTNews Herzlich willkommen bei der MT Melsungen, Elvar Örn Jónsson! Ich freue mich auf die MT...

Posted by MT Melsungen on Þriðjudagur, 16. mars 2021

Elvar er á sínu öðru ári í atvinnumennsku hjá Skjern í Danmörku en hann fór út eftir að hafa hjálpað Selfyssingum að vinna fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins vorið 2019.

„Elvar er fyrst og fremst góður leikstjórnandi en hann getur líka spilað bæði vinstra og hægra megin. Hann er líka öflugur varnarmaður og þar getur hann spilað fyrir miðju varnarinnar. Við sáum hvað hann gerði á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi á dögunum þar sem hann spilaði mjög vel. Elvar hefur líka þegar aflað sér talsverða alþjóðlega reynslu þrátt fyrir að vera enn bara 23 ára gamall en það sjáum við oft hjá hæfileikaríkum íslenskum leikmönnum,“ sagði Axel Geerken, stjórnarmaður Melsungen, í frétt á heimasíðu félagsins.

„Ég hlakka til að spila með MT og í bestu deild í heimi,“ er haft eftir Elvari sjálfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×