Handbolti

Fram burstaði Stjörnuna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Framstúlkur gátu leyft sér að fagna í kvöld.
Framstúlkur gátu leyft sér að fagna í kvöld. vísir/hulda margrét

Fram hristi af sér jafnteflið gegn ÍBV í síðustu umferð og burstaði Stjörnuna, 29-19, í Olís deild kvenna í kvöld.

Staðan var jöfn 2-2 eftir sex mínútur en þá skildu leiðir. Heimastúlkur bættu hægt og rólega í og leiddu 16-9 í hálfleik.

Síðari hálfleikurinn varð þar af leiðandi aldrei spennandi og Safamýrastúlkur unnu að lokum tíu marka sigur, 29-19.

Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst hjá Fram með sjö mörk en þær Steinunn Björnsdóttir og Karólína Bæhrenz gerðu fimm mörk hvor.

Katrín Ósk Magnúsdóttir var mögnuð í markinu. Hún varði sautján skot og var með rúmlega fimmtíu prósent markvörslu.

Hjá Stjörnunni skoraði Eva Björk Davíðsdóttir fimm mörk og Helena Rut Örvarsdóttir gerði tvö.

Fram er því komið á toppinn en þær eru með átján stig. Fram hefur leikið einum leik meira en KA/Þór sem er sæti neðar.

Stjarnan er með tíu stig í sjötta sætinu.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.