Handbolti

Fram staðfestir komu Einars

Anton Ingi Leifsson skrifar
Einar er á leið í Safamýrina á ný.
Einar er á leið í Safamýrina á ný. mynd/fram

Einar Jónsson mun taka við liði Fram af Sebastian Alexanderssyni í sumar en þetta staðfesti Safamýrarliðið í kvöld.

Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag var ljóst að Fram hefði nýtt sér ákvæði í samningi Sebastian og hann myndi hætta með liðið næsta sumar.

Í sömu frétt var getið að Einar væri á heimleið frá Noregi og það var svo staðfest nú undir kvöld.

Einar gerði karlalið félagsins að Íslandsmeisturum árið 2013 og kvennaliðið að bikarmeisturum árin 2010 og 2011.

Einar hefur einnig þjálfað lið Stjörnunnar og Gróttu á Íslandi en hann hefur þjálfað í Noregi og Færeyjum síðustu ár.

„Einar mun taka við góðu búi af Sebastian Alexanderssyni sem mun stýra liðinu út tímabilið,“ segir í fréttatilkynningu Fram.

Fram hefur gengið ágætlega á leiktíðinni og er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni í Olís-deildinni, fjarri fallbaráttu í 8. sæti og með 14 stig eftir 13 leiki.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×