Handbolti

Seinni bylgjan: Teddi velur þungarokkshljómseit skipaða leikmönnum Olís deildarinnar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hljómsveitin sem Teddi valdi er afburðar glæsileg.
Hljómsveitin sem Teddi valdi er afburðar glæsileg.

Það var létt yfir þeim félögum í Seinni bylgjunni í gær, enda seinasti þáttur fyrir landsleikjahlé. Theodór Pálmason var búinn að setja saman þungarokkshljómsveit skipaða leikmönnum Olís deildar karla, og útkoman er vægast sat áhugaverð.

Theodór Pálmason, eða Teddi Ponza eins og hann er kallaður var með skemmtilegan lið í Seinni bylgju gærkvöldsins. Teddi sem segist vera eini meðlimur Seinni bylgjunnar með hljómsveitarbakgrunn ákvað að láta reyna á það að setja saman þungarokkshljómsveit Olís deildarinnar.

Útkoman er vægast sagt skrautleg eins og má sjá á meðfylgjandi myndbandi. Hljómsveitina skipa þeir Hergeir Grímsson sem slær taktinn á trommur, Kári Kristján Kristjánsson spilar á gítar og syngur bakraddir, Þrándu Gíslason slær bassann, Gunnar Malmquist er sólógítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar er Lárus helgi Ólafsson, eða Euro Lalli eins og strákarnir kalla hann.

Innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan, en gaman verður að fylgjast með hvort þessi stórmerkilega hljómsveti komi saman á lokahófi HSÍ.

Klippa: Rokkstjörnur Olís deildarinnarFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.