Handbolti

Bjarni Ófeigur skoraði eitt í endurkomu sinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Bjarni Ófeigur í leik með FH.
Bjarni Ófeigur í leik með FH. vísir/bára

Bjarni Ófeigur Valdimarsson sem gekk til liðs við Skövde í sænsku úrvalsdeildinni undir lok seinasta árs snéri aftur á völlinn í gær. Bjarni hafði ekki spilað eða æft í um þrjá mánuði.

Bjarni Ófeigur skoraði eitt mark og átti eina stoðsendingu þegar Skövde vann öruggan átta marka sigur á Alingsås í gær, lokatölur 32-24. Þetta var lokaumferð deildarinnar, og með sigrinum tryggðu Bjarni og liðsfélagar hans sér fjórða sætið.

Aron Dagur Pálsson er á mála hjá Alingsås, en hann var ekki með í gær. Tapið þýðir það að þeir missa af fjórða sætinu og falla niður í það fimmta.

 Nú tekur við úrslitakeppni um sænska meistaratitilinn, en hún hefst 18.mars. Skövde og Alinsås mætast í 8-liða úrslitum, en vinna þarf tvo leiki til að komast í undanúrslit.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.