Handbolti

Karen ekki með til Skopje

Sindri Sverrisson skrifar
Karen Knútsdóttir hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins en verður ekki með í Skopje.
Karen Knútsdóttir hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins en verður ekki með í Skopje. vísir/bára

Karen Knútsdóttir hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum í handbolta sem fer til Skopje í Norður-Makedóníu á sunnudaginn.

Karen dregur sig úr hópnum af persónulegum ástæðum en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HSÍ.

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari mun ekki kalla á nýjan leikmann í stað Karenar.

Ísland leikur í riðli með heimakonum í Norður-Makedóníu, Grikklandi og Litáen, á fyrra stigi undankeppni HM. Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í umspil um sæti á HM.

Fyrsti leikur Íslands er næsta föstudag gegn Norður-Makedóníu. Leikurinn við Grikki er degi síðar og lokaleikurinn gegn Litáen á sunnudaginn er svo á sunnudeginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×