Handbolti

Sebastian óvænt skipt út í Safamýri

Sindri Sverrisson skrifar
Sebastian Alexandersson fær ekki að stýra Fram áfram eftir tímabilið.
Sebastian Alexandersson fær ekki að stýra Fram áfram eftir tímabilið. vísir/hulda margrét

Handknattleiksdeild Fram hefur ákveðið að nýta ákvæði í samningi við Sebastian Alexandersson, þjálfara meistaraflokks karla, til að segja upp samningi við hann.

Sebastian mun þó stýra Fram út yfirstandandi leiktíð. Hann var ráðinn þjálfari Fram síðasta sumar og skrifaði undir samning til þriggja ára, en með uppsagnarákvæði eins og fyrr segir.

 Fram hefur gengið ágætlega á leiktíðinni og er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni í Olís-deildinni, fjarri fallbaráttu í 8. sæti og með 14 stig eftir 13 leiki.

Samkvæmt upplýsingum Vísis mun Einar Jónsson snúa aftur í Safamýrina í sumar og taka við Fram. Einar gerði karlalið Fram að Íslandsmeistara árið 2013 en er í dag þjálfari Bergsöy í Noregi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.