Handbolti

Stór­sigur hjá Al­freð og þeir þýsku í góðum málum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð var eðlilega himinlifandi í dag.
Alfreð var eðlilega himinlifandi í dag. Martin Rose/Getty Images

Þýska landsliðið í handbolta vann öruggan sigur á Slóveníu, 36-27, er liðin mættust í umspili um laust sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar.

Þeir þýsku gerðu jafntefli við Svía í fyrsta leiknum og þurftu því lærisveinar Alfreðs Gíslasonar á stigunum tveimur að halda í dag.

Tvö efstu liðin fara áfram upp úr riðlinum á Ólympíuleikana í sumar en þeir þýsku gáfu tóninn í fyrri hálfleik.

Þar skoruðu þeir 22 mörk gegn tólf mörkum Slóveníu og í raun varð eftirleikurinn auðveldur. Lokatölur níu marka sigur þeirra þýsku, 36-27.

Þeir eru því með þrjú stig en Slóvenar eru með tvö stig. Þýskaland mætir Alsír í síðasta leiknum og dugir jafntefli í þeim til að komast á Ólympíuleikana í sumar.

Marcel Schiller var markahæstur hjá Þjóðverjum með sjö mörk. Julius Kuehn gerði sex og Timo Kastening fimm.

Blaz Blagotinsek var markahæstur hjá Slóveníu með fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×