Handbolti

Arnór setti sjö í sigri Bergischer

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arnór Þór Gunnarsson í leik með landsliðinu. Hann skoraði sjö mörk í sigri Bergischer í kvöld
Arnór Þór Gunnarsson í leik með landsliðinu. Hann skoraði sjö mörk í sigri Bergischer í kvöld vísir/ernir

Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer fengu Hannover-Burgdorf í heimsókn í kvöld og unnu fjögurra marka sigur. Arnór Þór var markahæsti maður vallarins með sjö mörk.

Bergischer og Hannover-Burgdorf áttust við í þýsku deildinni í handbolta í dag. Arnór og félagar sitja í fimmta sæti deildarinnar, á meðan Hannover er í því þrettánda.

Leikurinn var jafn framan af, en hægt og bítandi náðu Bergischer tökum á leiknum. Heimamenn fóru með tveggja marka forskot inn í hálfleikinn, en náðu mest átta marka forskoti um miðjan seinni hálfleik.

Bergischer er í harðri baráttu um Evrópusæti, en liðin í kringum þá í deildinni hafa flest spilað tveimur til þremur leikjum minna, og sum eiga fleiri leiki inni. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.