Fleiri fréttir

West Ham vann falls­laginn | Fergu­son bjargað stigi fyrir Brig­hton

West Ham United vann 2-0 sigur á Everton í einum af fjórum leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni sem hófst klukkan 15.00. Brighton & Hove Albion gerði 2-2 jafntefli við Leicester City á útivelli, Bournemouth og Nottingham Forest gerðu 1-1 jafntefli á meðan Aston Villa vann 1-0 útisigur á Southampton.

Markalaust í þúsundasta leik Klopps

Liverpool og Chelsea gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag, í þúsundasta leik Jürgens Klopp sem knattspyrnustjóri. Bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar á fyrri hluta tímabils og eru því líklega bæði ósátt með úrslitin.

Manchester United vill fá Kane í sumar

Nú þegar Harry Kane, stjörnuframherji Tottenham Hotspur, nálgast sitt seinasta samningsár hjá félaginu fara hin ýmsu félög að hugsa sér gott til glóðarinnar og vilja krækja í þennan markahæsta landsliðsmann Englands frá upphafi.

BBC biðst afsökunar á klámhrekknum

Áhorfendum í Bretlandi brá sjálfsagt í brún í gærkvöld þegar háværar stunur heyrðust á meðan að Gary Lineker og félagar ræddu í beinni útsendingu um bikarleik Liverpool og Wolves sem var þá að hefjast.

Stór hluti af Mudryk-peningunum fer til úkraínska hersins

Forseti Shakhtar Donetsk, Rinat Akhmetov, hefur greint frá því að stór hluti upphæðarinnar sem félagið fékk frá Chelsea fyrir Mykhalo Mudryk renni til úkraínska hersins og hans baráttu hans við innrásarlið Rússa.

Neville segir að Arsenal endi ekki sem meistarar

Arsenal er með átta stiga forskot í ensku úrvalsdeildinni nú þegar mótið er um það bil hálfnað. Gary Neville er á því að Arsenal muni fatast flugið og enda fyrir neðan bæði liðin frá Manchester.

Mudryk búinn að semja við Chelsea til ársins 2031

Chelsea staðfesti í dag kaupin á Mykhailo Mudryk og var hann kynntur fyrir stuðningsmönnum liðsins í hálfleik í leiknum gegn Crystal Palace í dag. Mudryk er fimmti leikmaðurinn sem Chelsea kaupir í janúar.

„Hræðilegt á að horfa“

Jurgen Klopp man ekki eftir verri leik hjá Liverpool undir hans stjórn en í 3-0 tapleiknum gegn Brighton í gær. Lið Liverpool var yfirspilað löngum köflum í leiknum í gær.

Mudryk að skrifa undir hjá Chelsea

Mykhailo Mudryk er á leið til Chelsea en félögin hafa bæði tjáð sig á Twitter um félagaskiptin. Arsenal hefur lengi verið á eftir Úkraínumanninum efnilega en heltist úr lestinni í gær.

Enn syrtir í álinn hjá Everton

Everton tapaði enn einum leiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag en liðið er án sigurs í síðustu sjö deildarleikjum. Nottingham Forest og Wolves unnu góða heimasigra.

Liverpool teknir í kennslustund í Brighton

Brighton & Hove Albion vann afar öruggan þriggja marka sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag og lyfti sér þar með upp fyrir Liverpool í töflunni.

Man United skuldar öðrum fé­lögum rúm­lega 53 milljarða króna

Fjárhagsstaða enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United hefur verið til umfjöllunar nýverið eftir að félagið leyfði Cristiano Ronaldo að fara frítt og ákvað að fylla skarðið sem hann skyldi eftir sig með lánsmanni frá Besiktas í Tyrklandi en er í eigu B-deildarliðs Burnley.

Felix sá rautt í tapi Chelsea gegn Ful­ham

João Félix byrjar lánstíma sinn hjá Chelsea ekki vel þar sem hann fékk beint rautt spjald í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Til að bæta gráu ofan á svart þá tapaði Chelsea einnig leiknum gegn nágrönnum sínum í Fulham.

Southampton sló City úr leik

Southampton gerði sér lítið fyrir og vann 2-0 sigur á Manchester City í 8-liða úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. City fer því ekki með gott veganesti inn í helgina þar sem þeir mæta Manchester United.

Félix sá fjórði sem Chelsea kaupir í janúar

Chelsea hefur fengið Portúgalann João Félix á láni frá Atlético Madrid á Spáni. Hann fjórði leikmaðurinn til að ganga í raðir liðsins þegar aðeins ellefu dagar eru liðnir á janúargluggann.

Sjá næstu 50 fréttir