Fleiri fréttir

Arsahvin lánaður til Zenit

Andrei Arshavin er farinn frá Arsenal þar sem hann hefur verið lánaður til rússneska félagins Zenit frá St. Pétursborg. Arsenal keypti hann frá Zenit fyrir metfé árið 2009.

Fernando Torres í kuldanum hjá spænska landsliðinu

Framherjinn Fernando Torres var ekki valinn í spænska landsliðið sem mætir Venesúela í vináttuleik í næstu viku. Torres hefur alls ekki náð sér á strik í marga mánuði og eru líkur á því að hann verði alls ekki í spænska landsliðinu á Evrópumeistaramótinu í sumar þar sem Spánverjar mæta í titilvörnina á EM sem fram fer í Póllandi og Úkraínu.

Samba er líklega á leiðinni til Anzhi í Rússlandi

Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Blackburn eru í formlegum viðræðum við rússneska stórliðið Anzhi um kaup á varnarmanninum Christopher Samba. Hinn 27 ára gamli Samba óskaði eftir því að vera settur á sölulista í janúar og var hann orðaður við ensku úrvalsdeildarliðin QPR og Tottenham.

Knattspyrnustjóri Blackburn er ávallt með lífvörð sér við hlið

Steve Kean, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Blackburn, segir að hann fari ekki út úr húsi án þess að vera með lífvörð með sér. Hinn 44 ára gamli Kean hefur fengið ýmsar hótanir frá stuðningsmönnum liðsins en gengi liðsins hefur ekki verið upp á marga fiska. Liðið er í bullandi fallbaráttu, með 21 stig í fjórða neðsta sæti.

Connor tekur við Wolves | fyrrum aðstoðarmaður McCarthy

Terry Connor var í dag ráðinn sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Wolves en hann var áður aðstoðarþjálfari Mick McCarthy sem var sagt upp störfum á dögunum. Íslenski landsliðsmaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson er leikmaður Wolves.

Óttast um afdrif "Shankly"

Villikötturinn sem varð heimsfrægur er hann hljóp inn á Anfield í leik Liverpool og Tottenham er enn að koma sér í vandræði.

Villas Boas húmorískur: Ég hef gert þrettán mistök

Andre Villas Boas, stjóri Chelsea, svaraði spurningum blaðamanna í dag en hann var þá mættur á hefðbundinn blaðamannafund fyrir leik Chelsea á móti Bolton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Engir þjóðsöngvar spilaðir fyrir leik Liverpool og Cardiff

Enska liðið Liverpool og velska liðið Cardiff City mætast í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley á sunnudaginn en forráðamenn ensku deildarkeppninnar hafa ákveðið að sleppa því að spila þjóðsöngva Englands og Wales fyrir leikinn.

Hver er þessi Fraizer Campbell?

Stuart Pearce, afleysingaþjálfari enska landsliðsins í fótbolta, valdi Fraizer Campbell óvænt í landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleik á móti Hollendingum í næstu viku. En hver er þessi leikmaður?

Fraizer Campbell í enska landsliðinu | Lampard og Rio ekki valdir

Stuart Pearce, afleysingaþjálfari enska landsliðsins, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleik á móti Hollandi í næstu viku. Pearce, sem þjálfar enska 21 árs landsliðið, mun stýra liðinu á meðan enska sambandið leitar að eftirmanni Fabio Capello.

Ian Rush segir að öll pressan sé á Liverpool

Ian Rush, goðsögn í sögu Liverpool, hefur smá áhyggjur af pressunni sem er á Liverpool-liðinu í úrslitaleik enska deildabikarsins um helgina en Liverpool mætir þar b-deildarliði Cardiff City á Wembley. Liverpool hefur ekki unnið titil í sex ár og flestir búast við sigri á móti Cardiff.

Pulis hvílir níu menn í seinni leiknum gegn Valencia

Tony Pulis, stjóri Stoke, hefur augljóslega ekki mikla trú á því að liðið sitt geti slegið spænska liðið Valencia út úr 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Valencia vann fyrri leikinn 1-0 á Britannia en sá seinni fer fram á Spáni í dag.

Mancini: Tevez gæti spilað með City eftir tvær vikur

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur samþykkt afsökunarbeiðni Carlos Tevez og virðist vera farinn að hugsa alvarlega um það hvenær argentínski framherjinn kemur aftur inn í liðið ef marka má yfirlýsingar Ítalans eftir 4-0 stórsigur á Porto í gær.

Gerrard: Loksins úrslitaleikur á Wembley | Æskudraumurinn rætist

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur leitt sitt lið til sigurs í tveimur úrslitaleikjum enska bikarsins, tveimur úrslitaleikjum enska deildabikarsins, einum úrslitaleik í UEFA-bikarnum og svo í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Enginn þessara úrslitaleikja hefur hinsvegar verið á Wembley.

Tevez bað City afsökunar

Carlos Tevez hefur nú beðið Manchester City afsökunar á framferði sínu í tengslum við leik liðsins í Meistaradeild Evrópu í lok september síðastliðnum.

West Ham aftur á toppinn

West Ham kom sér aftur á topp ensku B-deildarinnar með 4-1 sigri á Blackpool í kvöld. Alls fóru þrír leikir fram í deildinni.

John Terry þarf að fara í aðgerð á hné | Frá í tvo mánuði

John Terry, fyrirliði Chelsea, þarf að fara í aðgerð vegna meiðslanna sem hafa haldið honum frá keppni síðustu þrjár vikur. Terry glímir við meiðsli á hægra hné en forráðamenn Chelsea höfðu vonast til þess að hann gæti spilað á móti Napoli í Meistaradeildinni í kvöld.

Eigendur West Ham reyndu að fá bæði Torres og Tevez

David Gold og David Sullivan, eigendur enska félagsins West Ham, ætluðu sér stóra hluti í janúarglugganum því þeir hafa viðurkennt að hafa reynt að fá bæði Fernando Torres og Carlos Tevez til liðsins.

Manchester United lánar Kuszczak til Watford

Tomasz Kuszczak, markvörður Manchester United, hefur verið lánaður til enska b-deildarliðsins Watford til loka þessa tímabils en pólski markvörðurinn hefur verið út í kuldanum hjá Sir Alex Ferguson.

Andre Villas-Boas óskar eftir stuðningi frá eiganda Chelsea

Portúgalinn Andre Villas-Boas er mikið í fréttum þessa dagana enda hefur fátt gengið upp hjá knattspyrnustjóranum unga hjá Chelsea. Enska liðið leikur í kvöld gegn Napólí í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og hefur Villas-Boas óskað eftir því að stjórn félagsins styðji við bakið á honum með formlegum hætti.

Robin van Persie gæti fengið risasamning hjá Arsenal

Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal eru með það efst á forgangslistanum að semja á ný við Robin van Persie. Hollenski landsliðsframherjinn hefur verið langbesti leikmaður liðsins undanfarin misseri en afleitt gengi Arsenal hefur orðið til þess að leikmaðurinn er sagður á leið frá félaginu. Samkvæmt enskum fjölmiðlum ætlar leikmaðurinn að bíða með samningsviðræður við Arsenal þar til að keppnistímabilinu er lokið.

Benitez orðaður við Chelsea | hitnar undir Villas-Boas

Nafn Spánverjans Rafa Benitez hefur skotið upp á yfirborðið í enskum fjölmiðlum og segir Daily Mail að Benitez gæti tekið við liði Chelsea eftir þetta keppnistímabil. Það hefur nánast ekkert gengið upp hjá hinum unga Andre Villas-Boas frá Portúgal frá því hann tók við liði Chelsea. Og eigandi liðsins, Rússinn Roman Abramovich er ósáttur við gengi liðsins.

Petit: Wenger er ennþá rétti maðurinn fyrir Arsenal

Emmanuel Petit, fyrrum leikmaður Arsenal, er sannfærður um að það yrðu stór mistök hjá Arsenal að láta Arsene Wenger fara frá félaginu. Það hefur lítið gengið hjá Arsenal að undanförnu og sterkur orðrómur er um það að franski stjórinn verði ekki áfram með Arsenal-liðið eftir þetta tímabil.

Nicky Butt og Bryan Robson hrifnir af Tom Cleverley

Nicky Butt og Bryan Robson spiluðu báðir á miðjunni hjá Manchester United á sínum tíma og eiga það líka sameiginlegt að vera mjög hrifnir af hinum 22 ára gamla Tom Cleverley sem er að stimpla sig inn í aðallið United á þessu tímabili.

Wenger gæti fengið 11 milljarða kr. til þess að kaupa leikmenn

Það hefur ekki gengið vel hjá Arsenal og Arsene Wenger að undanförnu. Liðið er í mikilli lægð og féll úr ensku bikarkeppninni um helgina eftir 2-0 tap gegn Sunderland. Stjórn Arsenal stendur þétt við bakið á knattspyrnustjóranum Wenger og er talið að hann muni fá 55 milljónir punda til leikmannakaupa næsta sumar – sem nemur 11 milljörðum kr.

Niall Quinn kveður Sunderland

Niall Quinn, fyrrum stjórnarformaður Sunderland, tilkynnti í dag að hann hefði yfirgefið félagið. Quinn, sem sagði af sér stjórnarformennsku í október, hafði síðan starfað fyrir félagið á alþjóðlegum vettvangi en hverfur nú af sjónarsviðinu í Norður-Englandi.

Ferguson ætlar að taka 2-3 ár til viðbótar hjá Man Utd

Sir Alex Ferguson er staðráðinn í því að halda áfram í starfi sínu sem knattspyrnustjóri enska meistaraliðsins Manchester United næstu 2-3 árin. Ferguson er sjötugur að aldri og hefur enn gríðarlega gaman að því að mæta í vinnuna. Skotinn er sannfærður um að hann verði áfram í vinnu hjá Man Utd þegar hann hættir störfum sem knattspyrnustjóri liðsins.

Wenger: Meistaradeildarsæti ígildi titils

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir mikilvægt fyrir félagið að tryggja sér fjórða sæti deildarinnar. Wenger sætir mikilli gagnrýni eftir slæm úrslit Lundúnarfélagsins undanfarið.

Yaya Toure gæti lagt landsliðsskóna á hilluna

Yaya Toure, leikmaður Manchester City, gat ekki staðfest það við fjölmiðla ytra hvort leikmaðurinn myndi aftur gefa kost á sér í landsliðverkefni Fílabeinsstrandarinnar í nánustu framtíð.

Sjá næstu 50 fréttir