Enski boltinn

Ferguson ætlar að taka 2-3 ár til viðbótar hjá Man Utd

Sir Alex Ferguson er staðráðinn í því að halda áfram í starfi sínu sem knattspyrnustjóri enska meistaraliðsins Manchester United næstu 2-3 árin.
Sir Alex Ferguson er staðráðinn í því að halda áfram í starfi sínu sem knattspyrnustjóri enska meistaraliðsins Manchester United næstu 2-3 árin. Getty Images / Nordic Photos
Sir Alex Ferguson er staðráðinn í því að halda áfram í starfi sínu sem knattspyrnustjóri enska meistaraliðsins Manchester United næstu 2-3 árin. Ferguson er sjötugur að aldri og hefur enn gríðarlega gaman að því að mæta í vinnuna. Skotinn er sannfærður um að hann verði áfram í vinnu hjá Man Utd þegar hann hættir störfum sem knattspyrnustjóri liðsins.

Ferguson getur vel hugsað sér að vera í svipuðu hlutverki og Sir Bobby Charlton hefur hjá Man Utd. Charlton er „sendiherra" félagsins og kemur hann fram við ýmis tækifæri fyrir hönd Man Utd.

„Ég ætla ekki að setjast í helgan stein, það verður eitthvað fyrir mig að gera hjá Man Utd," sagði Ferguson í útvarpsviðtali hjá BBC:

Undir stjórn Ferguson hefur Man Utd unnið 12 meistaratitla, tvo Evrópumeistaratitla, fimm bikarmeistaratitla og fjóra deildabikarmeistaratitla.

Ferguson hafði hug á því að hætta störfum eftir 2001-2002 tímabilið en hann stóðs ekki freistinguna að byggja upp nýtt lið.

„Ég hef alltaf það markmið að vinna titla. Vonandi tekst okkur það, en ég veit ekki hve lengi ég endist í þessu starfi. Ef heilsan leyfir þá held ég að ég geti verið í 2-3 ár til viðbótar.

Í viðtalinu kemur m.a. fram að Ferguson gerir lítið annað en að horfa á fótbolta þegar hann er ekki í vinnunni.

„Ég horfi á leiki á hverju einasta kvöldi, nema á fimmtudögum, en núna er ég að fara taka þátt í leikjum sem fram fara á fimmtudögum," segir Ferguson en Man Utd leikur í Evrópudeildinni sem fram fer á fimmtudögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×