Enski boltinn

Spurs náði ekki að skora gegn C-deildarliði Stevenage

Tottenham sýndi ekki neina meistaratakta er liðið sótti C-deildarlið Stevenage heim. Stjörnurnar virtust eiga erfitt með að setja sig í gírinn og urðu að sætta sig við markalaust jafntefli.

Fyrri hálfleikur var ákaflega daufur og Stevenage betra ef eitthvað var. Neðrideildarliðið komst nær því að skora ef eitthvað var.

Það var ekki beint mikið fjör í þeim síðari. Spurs reyndi að brjóta niður baráttuglaða heimamenn með litlum árangri.

Liðin þurfa því að mætast á nýjan leik á White Hart Lane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×