Enski boltinn

Mancini ánægður með afsökunarbeiðni Tevez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, tjáði sig um afsökunarbeiðni Carlos Tevez eftir sigur sinna manna á Porto í Evrópudeildinni í kvöld.

City vann þægilegan 4-0 sigur á Porto og komst þar með áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA.

„Ég er ánægður með það sem Carlos sagði," sagði Mancini en Tevez sendi frá sér afsökunarbeiðnina í gær. „Ég mun ræða við hann á morgun og hef ég tekið afsökunarbeiðnina til greina."

„Það er möguleiki á því að hann spili með Manchester City á ný. Hann þarf 2-3 vikur til að æfa og hann þarf að fá eitthvað að spila líka. En það er líka eðlilegt."

Tevez sneri aftur til Manchester í fyrir skömmu eftir að hafa dvalið í Argentínu í þrjá mánuði. Hann hefur ekkert spilað með liðinu síðan í september síðastliðnum.


Tengdar fréttir

City fór létt með Evrópumeistara Porto

Manchester City komst auðveldlega áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA í kvöld eftir 4-0 sigur á Porto á heimavelli og 6-1 samanlagðan sigur.

Tevez bað City afsökunar

Carlos Tevez hefur nú beðið Manchester City afsökunar á framferði sínu í tengslum við leik liðsins í Meistaradeild Evrópu í lok september síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×