Enski boltinn

Búið að draga í 8-liða úrslit enska bikarsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Úr leik Chelsea og Birmingham í gær.
Úr leik Chelsea og Birmingham í gær. Mynd. / Getty Images
Dregið var í 8-liða úrslitum enska bikarsins í dag en leikirnir fara fram í mars.

Everton fær Sunderland í heimsókn á Goodison Park. Bolton mætir annað hvort Stevenage eða Tottenham Hotspurs. Leicester fer í heimsókn til Chelsea eða Birmingham og Stoke mætir annaðhvort Liverpool eða Brighton.

Tottenham gerði jafntefli við Stevenage fyrr í dag og því þurfa liðin að mætast á ný. Chelsea gerði jafntefli við Birmingham í gær og einnig þarf annan leik til að skera úr um sigurvegarann.

Liverpool mætir síðan Brighton síðar í dag og geta tryggt sig áfram í 8-liða úrslitin.

Drátturinn:

Everton – Sunderland

Stevenage / Tottenham – Bolton

Chelsea/ Birmingham – Leivester

Brigthton / Liverpool – Stoke




Fleiri fréttir

Sjá meira


×