Enski boltinn

Tevez bað City afsökunar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tevez og Mancini eru orðnir vinir á ný.
Tevez og Mancini eru orðnir vinir á ný. Nordic Photos / Getty Images
Carlos Tevez hefur nú beðið Manchester City afsökunar á framferði sínu í tengslum við leik liðsins í Meistaradeild Evrópu í lok september síðastliðnum.

Þá neitaði hann að koma inn á sem varamaður í leiknum og síðan þá hefur mikið gengið á. Tevez hefur verið beittur háum sektum og hann verið í leyfisleysi í Argentínu svo mánuðum skiptir.

En nú er hann kominn aftur til Englands og byrjaður að æfa með City á ný. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld.

„Ég vil biðja alla þá sem ég hef brugðist innilegrar afsökunar á mínum gjörðum," sagði í yfirlýsingunni en Tevez ætlar ekki að áfrýja kæru félagsins um brot á reglum þess.

„Ósk mín er sú að einbeita mér að því að spila knattspyrnu með Manchester City Football Club."

Tevez var nálægt því að fara frá Manchester City í síðasta mánuði en félög eins og Inter, AC Milan og Paris Saint-Germain. En nú virðist sem svo að ekkert sé því til fyrirstöðu að Tevez spili með City á ný - þvert á fyrri yfirlýsingar hans og ekki síður Roberto Mancini knattspyrnustjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×