Enski boltinn

Redknapp mun ráðfæra sig við soninn um landsliðið

Redknapp-feðgarnir.
Redknapp-feðgarnir.
Harry Redknapp, stjóri Spurs, segir það ekki koma til greina að taka að sér landsliðsþjálfarastarf nema sonur hans og helsti ráðgjafi, Jamie, samþykki það.

Þeir feðgar eru mjög nánir og Jamie, sem eitt sinn lék með Liverpool, hefur gefið í skyn að það sé alls ekki öruggt að faðir hans taki við landsliðinu.

"Ég tala meira við Jamie en nokkurn annan. Við munum fara yfir málin saman og ég met hans álit mikils," sagði Harry.

Stjórinn segir að enska knattspyrnusambandið hafi ekki formlega haft samband vegna starfsins. Redknapp hefur þó rætt málið við forráðamenn Spurs sem vilja ekki missa hann.

Redknapp segir þess utan ekki koma til greina að hætta með Spurs á þessari leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×