Enski boltinn

Liverpool flaug áfram í bikarnum | Brighton gerði þrjú sjálfsmörk

Liverpool er komið áfram í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir þægilegan sigur á Brighton, 6-1, á Anfield í dag. Liverpool mætir því Stoke á heimavelli í 8-liða úrslitunum.

Liverpool fékk draumabyrjun í dag og komust yfir strax í upphafi leiksins þegar Martin Skrtel skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu á fimmtu mínútu. Brighton komu sterkir til baka eftir markið og það tók þá um tuttugu mínútur að jafna leikinn.

Lua Lua gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum í netið beint úr aukaspyrnu. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins urðu Brighton menn fyrir því óláni að skora sjálfsmark og því var staðan 2-1 í hálfleik.

Liverpool fór langt með leikinn eftir tæplega korters leik í síðari hálfleik þegar Andy Carrol skoraði virkilega flott mark eftir fyrirgjöf frá Stewart Downing. Virkilega vel gert hjá Carrol sem setti boltann óverjandi í netið.

Tuttugu mínútum fyrir leikslok skoraði Bridcutt, leikmaður Brighton, sitt annað sjálfsmark í leiknum og staðan því orðin 4-1 fyrir Liverpool og leikurinn búinn. 

Það ótrúlega gerðist síðan fjórum mínútum síðar þegar Brighton gerði sitt þriðja sjálfsmark í leiknum en þá setti Dunk boltann í sitt eigið net á ótrúlega klaufalega hátt, 5-1 fyrir Liverpool en leikmenn Brighton höfðu skorað meirihlutann af mörkum leiksins.

Liverpool fékk síðan dæmda vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok en Luis Suárez lét verja spyrnuna frá sér. Kenny Dalglish, knattspyrnustjóri Liverpool, fyrirskipaði frá hliðarlínunni að Suárez skildi taka spyrnuna, en það gekk ekki upp að þessu sinni.

Luis Suárez bætti samt sem áður fyrir klúðrið nokkrum mínútum síðar þegar hann skallaði boltann í netið og staðan orðin 6-1. Algjör niðurlæging Brighton staðreynd.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×