Enski boltinn

Yaya Toure gæti lagt landsliðsskóna á hilluna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Yaya Toure.
Yaya Toure. Mynd. / Getty Images
Yaya Toure, leikmaður Manchester City, gat ekki staðfest það við fjölmiðla ytra hvort leikmaðurinn myndi aftur gefa kost á sér í landsliðverkefni Fílabeinsstrandarinnar í nánustu framtíð.

Toure er nýkomin til baka frá Afríkukeppninni en leikmaðurinn var fjarri góðu gamni úr ensku úrvalsdeildinni í heilar 6 vikur vegna keppninnar. Fílabeinsströndin hafnaði í öðru sæti mótsins eftir að hafa tapað úrslitaleiknum gegn Sambíu.

„Ég er komin á þann aldur að ég verð fyrst og fremst að hugsa um sjálfan mig og heilsu mína. Ég elska að leika fyrir landið mitt en það mun koma tími þar sem ég verð að draga mig úr þeim verkefnum".

„Afríkukeppnin er aftur strax á næsta ári og það er ekki sjálfgefið að yfirgefa félagslið sitt í svona langan tíma. Ég þarf að velta þessu vel fyrir mér og mun ekki taka ákvörðun strax".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×