Enski boltinn

Samir Nasri: Arsenal verður að læra að vinna ljóta sigra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samir Nasri.
Samir Nasri. Mynd/Nordic Photos/Getty
Samir Nasri, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi leikmaður Manchester City, hefur sýna skoðun á vandræðum sinna gömlu félaga og er enn sannfærður að hafa gert rétt með því að fara til Manchester City.

„Stundum er gott að geta unnið ljóta sigra og Arsenal er gott dæmi um það. Þeir spila góðan fótbolta en þeir hafa ekki unnið titil í sjö ár. Þeir verða líka að læra að vinna ljóta sigra," sagði Samir Nasri.

Arsenal er búið að tapa fimm af síðustu 10 leikjum sínum, datt út úr enska bikarnum um síðustu helgi og er svo gott sem úr leik í Meistaradeildinni eftir 4-0 tap á móti AC Milan í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitunum.

„Ég vil ekki að Arsenal gangi illa því ég ber mikla virðingu fyrir leikmönnunum og stjóranum. Þeir eru með góða fótboltasýn og ég er viss um að þeir finna réttu lausnina," sagði Nasri sem er að koma til baka eftir erfiða byrjun hjá City.

„Það er alltaf erfitt að skipta um lið. Ég er að koma mér betur inn í þetta núna og þið munuð sjá betri Samir í hverri viku. Ég vil skila einhverju til liðsins og vinna mér inn traust þeirra sem fengu mig hingað," sagði Nasri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×